Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 90
84 Guðmundur Gíslason Hagalín. IÐUNN
um. Alt eru þetta skilgetin börn Hagalíns sjálfs, þau
eiga öll höfðingsskap hans og hetjulund, samfara
þessu einstaka létta skapferli og ljósri trú á fram-
tíðina. Og hrein og bein er hún Kristrún gamla, við
hvern sem um er að eiga, þó hún geti brugðið fyrir
sig brögðum, ef mikið liggur við. Og pegar hún gerir
það, þá stendur hún við gerðir sínar, gamla konan, og
gerir sér lítið fyrir að deila við dómarann, þann, er
situr á þeim háa himnanna tróni. Annars er lífsspeki
Kristrúnar gömlu í Hamravik ofin úr mörgum þátt-
um, sumum heiðnum, sumum kristnum, eða þó að
minsta kosti biblíulegum. Til þeirrar helgu bókar sver
sig í ætt skoðun hennar á fjölskyldulífinu með áherzlu
á því, að hleypa upp blessuðum barnahópnum, bæði
til velþóknunar foreldrunum og til viðhalds kynkvísl-
arinnar og viðgangs landinu. Að vísu er þessi speki
jafn-heiðin og hún er kristin, og þó í raun og veru
heiðnari, því hún leggur 'alla áherzluna á ríkið af
þessum heimi. Ekki má heldur gleyma því, að þessi
raunsæja skoðun á sambandi manns og konu er í
samræmi við tíðarandann. Þá er einstaklingshyggja
gömlu konunnar ekki síður heiðin og sjálfstæðisþörf
hennar, engum vill hún skulda neitt, gamla konan, og
ekki sjálfum himnaföðurnum, hins vegar kann hún
að meta og þakka það, sem vel er gert við hana og
hennar, enda er hún sjálf bæði hjálpsöm og góðgjörn,
þótt ekki sé viðkvæmnisvellan í henni.
En þótt lítið sé beinlínis nýtt í lífsskoðun þeirri, er ,
bókin flytur, þá er hún samt mikil nýjung, að nokkru
leyti sökum yrkisefnisins, að miklu og mestu leyti sök-
um stílsins. Hagalín, sem kominn er af bændahöfðingj-
um og sjálfur höfðingi í lund, hefir átt dálítið bágt með
að uppgötva höfðingskapinn hjá smælingjunum, hjá