Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 92
'86 Guðmundur Gíslason Hagalín. iðunn
og alt viðhorf við veröldinni, ekki síður en skoðanir
,pær og meiningar, sem hún lætúr í ljós berum orðum.
Hún er laundrjúg, gamla konan, af sér og sínu, og
koma þessi drýgindi hennar fram svo að segja í hverri
setningu í sýndarlítillæti hennar. Hún nefnir naumast
svo hlut, að hún hnýti ekki við hann lítilsvirðingar-
orði, eða verknað, að hún velji honum ekki háðulega
:sögn. En oftast nálgast þessi smánaryrði það að vera
gæluorð, sem gamla konan velur mönnum, dýrum,
hlutum og handtökum. Sýnilega hefir hún eitthvað af
sömu tilhneigingunni og Drottinn, þegar hann leit yfir
alt, sem hann hafði gert, og sjá, það var harla gott.
Því víkur hún svo kunnuglega að öllum og öllu, endur-
skapar svo að segja heiminn í mynd húsmóðurmyndar-
ínnar í henni Hamravík. Og pess vegna notar hún ávalt
ákveðinn greini eða ákvæðisorð, er jafngilda honuin
{pers. eignarf.), hvort sem í hlut eiga persónur, dýr,
náttúruöfl, hlutir, land — eða hvað sem heiti hefir —
að henni sjálfri meðtaldri: luín eg. Sama sýndarlítil-
lætið og laundrýgindin leynast svo að segja í hverjum
dómi gömlu konunnar. Ef hún er visS í sinni sök, þá
setur hún það fram með efa: „hún passaði sig nú
kannske með honum, sú mórauða," og „þetta mundi
nú suo sem standa heima og stemrna," „það hefdi nú
hún eg haldið“ o. s. frv. o. s. frv.
t stuttu máli er stíllinn fullur af litotes (understate-
ments), svo að segja á öllum sviðum, og er parna mjög
merkilegt rannsóknarefni þeim, sem kynnast vildu stíl
íslenzkrar alþýðu. Auk þess, sem þegar hefir verið nefnt
og telja verður aðaleinkenni þessa stíls, má benda á,
að þarna er og fult af orðatiltækjum og O.rðum, sumum
útlendum, sem ekki hafa á baíkur komist undir áhrifum
málhreinsunarmannanna. — En bak við allan þennan