Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 93
3ÐUNN
Guðmundur Gislason Hagalín.
87
naíva stíl situr höfundurinn með breiöu og góðlátlegu
iglettnisbrosi, með alvöruna undir niðri.
Ég mintist áður á J>að, að utan að komandi áhrif, eins
og dæmi Laxness, hefði hjálpað til að ýta Hagaiín af
stað til að semja Kristrúnu í Hamravík.
Misskilningur væri þó að gera of mikiö úr áhrifum
•annara á þetta verk Hagalíns. Því það er í beinu fram-
haldi af stefnu þeirri, er hann markaði sér snemma, svo
sem fyrr segir, „að fara inn í hvert hús, hvern bæ, livert
hreysi“ til þess að viða að sér efni í þá þjóðarlýsingu,
■er seinna gæti orðið sjálfri þjóðinni skuggsjá og lýsandi
•dæmi til eftirbreytni.
Þarna hefir hann nú lagt leið sína norður á Horn-
strandir til þess að finna þar kjarnann í þjóðinni. Um
ástæðurnar til þess skrifar hann mér sjálfur' svo: „Ég
læt bókina gerast á Hornströndum af tveimur ástæð-
•um. Þegar ég kom þangað fyrst, höfðu Strandirnar á
mig undarlega töfrandi áhrif. Þær voru eins og æfin-
týraheimur í minningunni, tröllslegar og eyðilegar ann-
ars vegar, frjósamar og fullar af lifi hins vegar. Ég
hlaut því fyr eða síðar að skrifa eitthvað, sem þar
gerðist, og tvisvar hefi ég byrjað á smásögu um Strand-
irnar. Þá hefir mér fallið óvenju vel fólk þaðan, fundist
það hreint, tápmikið og yfirlætislaust. Loks kemur það
til greina, að Strandirnar liggja í vitund landsmanna
■eitthvað svo langt í burtu, eitthvað í samræmi við það.
gamla og horfna.“ Og þótt persónurnar séu ekki teknar
norðan af Ströndum, þá eru þær þó gripnar út úr vest-
firzku þjóðlífi. Hagalín hafði nóg af fyrirsætum, þegar
hann teiknaði Kristrúnu gömlu, þótt eigi notaði hann
nema fáar einar. Ekki er „Arkarkrummi" heldur grip-
inn úr lausu lofti, því miður.
Úr þessum efnivið hefir Hagalín tekist að skapa