Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 97
IÐUNN
Hið hempuklædda árásarlið.
91
væri pá holt að líta á fyrirsögn á ritgerð, sem séra
Benjamín Kristjánsson hefir birt i Iðunni, 3. hefti f. á.
Þar stendur fullum stöfum: Kirkjan og árásarlid hennar
'(sbr. Hitler og árásarlið hans).
Ég undirritaður birti greinarstúf í Iðunni síðast liðið
sumar og leitaðist við að bregða ljósi yfir hina þjóð-
félagslegu afstöðu kirkjunnar með hógværum og kristi-
legum orðum. Þetta hefir orðið til þess, að árásarlið
kirkjunnar hefir farið á stúfana og færst í vígamóð
mikinn. Auk Benjamins Kristjánssonar, sem sennilega
vill telja sig foringja árásarliðsins, hefir önnur stríðs-
hetja drottins, séra Páll Þorleifsson, kvatt sér hljóðs í
Eimreiðinni, 4. hefti f. á. Og sennilega hafa fleiri prýtt
Þenna virðulega hóp, pótt mér sé ekki um það kunnugt,
Ritsmíðar þessar hafa ekki einungis flutt mér og
öðrum alþýðumönnum heim sanninn um það, að kirkjan
hefir árásarlið í sinni þjónustu, heldur hafa þær líka
brugðið ljósi yfir það hlutverk, sem þessu liði er ætlað.
II.
Eins og vænta mátti, ganga þessir herrar, Benjamín og
Páll, báðir með þá grillu í höfðinu, að kirkjan sé eina
og örugga tækið til þess að framleiða það andlega
kjarnfóður, sem fólkið þarf sér til viðurhalds. Það er
svo sem ekkert nálægt því, að ómentuðum og fáfróðum
lýðnum sé trúandi til þess að sjá sér farborða í þessum
efnum. Og Páll Þorleifsson játar það líka af frómleik
hjartans, að kirkjan sé alveg prýðileg vörn gegn þvi, að
öreigarnir gerist byltingasinnaðir.
Annars væri fróðlegt að vita, hvað þeir álitu að verða
tttyndi, ef sú atvnnugrein, sem þeir stunda, legðist niður
eða ríkisrekstri hennar yrði hætt. Við skulum gera ráð
íyHr þvi, að þeim sé það brennandi áhugamál, að trúin