Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 98
92
Hið hempuklædda árásarlið.
IÐUNR
á eilíft líf sé og verði eign hverrar sálar. En eru þeir
virkilega nógu grunnhyggnir til að halda því fram, a5
trú á eilíft líf sé óhjákvæmilega bundin því skilyrði,.
að hún sé vafin innan í alls konar bjálfalegan þvætting
og kafloðnar rökfærslur klerkanna.
Maður gæti freistast til að ætla, að umhyggjan fyrir
vaxandi siðgæði og alls konar manndygðum hafi knúð
þessa herra til að bera blak af kirkjunni. En nú er það
t'itað um annan þessara manna, Benjamín Kristjánsson,.
að hann hefir upplýst það fyrir nokkrum árum í opin-
beru riti (Ganglera), að kristnar þjóðir hafi aldrei verið
hótinu betri en aðrar, og hann gaf það í skyn, að trúað-
ir menn væru góðir — ekki vegna trúar sinnar, „held-
ur þrátt fyrii hana“.
Þessir ágætu drottins þjónar bera ekki á móti því,
að veg kirkjunnar fari hnignandi. Hins vegar eru þeir
ekki sammála um orsakirnar, og má það merkilegt
heita. Benjamín lætur sem hann standi bara steinhissiai
yfir þessu. Hann upplýsir, að kirkjan hafi aldrei haft
jafn-fullkomna kenningu á boðstólum og nú. Samt er
fólkið svoddan gikkir, að það kann ekki að meta þessar
góðu gjafir. En þetta er ekkert annað en látalæti. Benja-
mín er ekki svo sljóskygn, að hann sjái ekki orsökina.
Honum farast svo orð:
„Eins og áður hefir verið bent á, liggur eins nærri að'
álykta, að orsakirnar til hnignunar eða lítils raunverulegs
gildis kirkjunnar á öllum öldum stafi af náttúrlegum ó-
þroska mannkynsins og þar af leiðandi rangsnúnum vilja,,
fremur en heimskulegri eða þýðingarlausri kenningu kirkj-
unnar."
Margt má af þessu læra.
Sú var tíðin, að kirkjan gat svínbeygt hvaða synda-
þrjót sem var undir ok kenninga sinna, sem þó vorn