Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 99
iðunn
Hið hempuklædda árásarlið.
93
miklu ófullkomnari en kenningar nútímakirkjunnar, að
Því er B. Kr. vitnar. Af hinum tilfærðu orðum hans
veröur að draga þessa ályktun: Því þroskaðra fólk,
I>vi auðveldara fyrir kirkjuna að hafia áhrif á það —
•og öfugt. Hefir þá mannkynið þroskast það aftur á bak
síðan á miðöldum, að boðskapur kirkjunnar fari nú
fyrir ofan garð hjá öllum fjöldanum? Það virðist
Benjamín halda, ef annars er nokkur heil brú í þessum
bollaleggingum hans. Það skyldi nú koma upp úr
kafinu, að kenningar kirkjunnar væru orðnar alt of
fullkomnar og starfsmenn hennar alt of djúpvitrir og
andlega þroskaðir til þess að ná með áhrifum sínum
niður til almúgans! Eða mundu staðreyndirnar fara. í
þveröfuga átt við það, sem Benjamin vill vera láta —
að áhrifaleysi kirkjunnar beri kannske ekki vitni um
minkandi einstaklingsþroska, heldur hið gagnstæða? Að
eftir því sem einstaklingurinn þroskast, verði hann fær-
ari um að móta sér viðhorf u])p á eigin spýtur og sjá
gegnum blekkingar kennilýðsins? Þá væri það, að áhrif
kirkjunnar þverra, að eins rökrétt afleiðing af vaxandi
manndómi almennings. — Og nú skulum við muna, að
hér er ekki verið að deila um það, hvort menn eigi að
trúa eða hverju þeir eigi að trúa, heldur um hitt, hvort
menn megi hafa trú sína eða trúleysi í friði, óáreittir
af utan að komandi kennivaldi.
Skýring Páls á hnignun kirkjunnar er mjög á annan
veg en Benjamíns. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að
fólkið sé orðið svo bráðfíkið í að hreiðra um sig hér
í táradalnum, að það hirði lítt um hinar himnesku
tjaldbúðir. Hann játar það blátt áfram, að þótt kirkjan
hrópi og vari rnenn við því að nema staðar á „brúnni“
(þ. e. í táradalnum), þá heyrist ekki hróp hennar fyrir