Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 103
IBUNN
Hið hempuklædda árásarlið.
97
Þess, að margir eru fátækir og þarfnast hjálpar, og að
Guð ætlast til þess, að þeir, sem hann hefir gefið mikiö,
hjálpi þeim, sem hafa lítið."
Þannig hljóða hin heilögu orð.
Fátæki maðurinn á að vera ánægður með að hafa
litið, og ríki maðurinn á að vera ánægður með að hafa
idikið. Verður þetta víst að skiljast svo, að fátækir og
fikir séu hvorir tveggja til orðnir fyrir tilstilli guðs og"
Þar af leiðandi syndsamlegt að hrófla við hlutföllunum.
Enda sízt af öllu ástæða til slíks. Kirkjan hefir þrá-
faldlega lýst því yfir, að fátækir menn séu mjög þókn-
anlegir drottni, svo framarlega að þeir beri fátæktina
með auðmjúku hugarfari. Og auk þess gera fátækir
nienn það ómetanlega gagn að vera alt af til taks að
meðtaka ölmusur frá þeim ríku og gefa þeim þannig
tækifæri til að auglýsa gæzku sína og mannkæirleika.
Þessi fáu sýnishorn verða að nægja sem dæmi þess,
Þvernig blekkingum hinnar drottnandi stéttar er prang-
nð inn á öreigana í gervi kristinnar trúar.
Þeir Benjamín og Páll vilja nú kannske smeygja sér
út unr bakdyrnar og staðhæfa, að þetta sé bara „della“
úr Friðriki Hallgrímssyni, sem ekkert komi kirkjunni við.
En slík ummæli, ef fram koma, eru einskis virði. Á
meðan bók eins og þessi er lamin inn í hvert fermingar-
Þarn, verður að gera kirkjuna sem heild ábyrga fyrir
henni, og sannast hér hið fornkveðna:
Afsökun ei mun stoða,
andsvör né spurningar.
IV.
Síðari hlutinn af grein B. Kr. fjallar um hina óguð-
tegu kommúnista. Finst honum sem þeir hafi ekki
löunn XVIII
7