Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 105
iðunn Hið hempuklædda árásarlið. 9í£
nú ekki alveg vera á þeim buxunum, blessaður karlinn,
að vilja mæla kommúnistum í sama mælinum og
kirkjunni.
En vitanlega nær framangreind krafa B. Kr. engri
átt. Bæði kirkjan og kommúnisminn verða dæmd eftir
opinberri framkomu þeirra, eins og hún er á hverjum
tíma, og með tilliti til þeirra aðstæðna, sem þau,.
hvort um sig, eiga við að búa.
Kirkjunni er það ekki til hinna minstu málsbóta,.
þótt hún hafi á boðstólum eilíft líf og almáttugan
guð og ýmsar sniðugar dygðir, ef hún er staðin að
því að standa i þjónustu þjóðfélagsafla, sem undiroka
þá, er sízt skyldi — öreigana. Sömuleiðis kæmi það
kommúnistum i koll, ef þeir reyndust klaufar að berj-
ast fyrir sínum málum, hversu fögur og háleit sem.
„frumsannindin" væru.
Annars gæti verið lærdómsríkt að líta á aðstæður
þær, sem kirkjan annars vegar og kommúnisminn
hins vegar hafa til að afla hugsjónum sínum fylgis.
Þær eru næsta ólíkar.
Kirkjan nýtur lögboðinnar verndar þjóðfélagsins..
Starfslið hennar er þjálfað og mentað á marga vegu..
IJtbreiðslu- og áróðurs-tæki nútímans standa henn!
heimil til afnota. Hún hefir átt því að venjast, að
ráðvandur lýðurinn hlýddi henni í blindri trú. Og;
auk alls þessa hefir hún svo „árásarlið" í sinni þjón-
ustu, sem hún sendir út af örkinni, þegar mikið'
liggur við.
En hins vegar minnir aðstaða kommúnista ekki svo
lítið á aðstöðu mannsins, sem kirkjan kennir sig við.
(Undarleg kaldhæðni örlaganna!) Þeir eru hataðir af
yfirstétt og kennilýð síns lands, alveg eins og hann.
Kenningar þeirra eru affluttar af andlegum leiðtogum