Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 110
IÐUNN
Lærður og leikur.
— Kai Hoffmann —
Eiga kenslubækurnar að vera skrifaðar af skóla-
drengjum? Getur málari leyft sér að hafa skoðun á
öðrum hlutum en málverkum? Er einn vitrari en .annar?
Svo héralegra spurninga getur maður spurt sjálfan
sig, þegar athuguð eru hin sundurleitu og andstæðu
verðmöt nútímans á hugmyndinni kennivald.
I fortíðinni, sem enn á meiri eða minni ítök í okkur
öllum, var háskóla-prófessor maður, sem bar skyn á
viss efni, sem almenningi voru með öllu dulin. Að hann
gæti verið argasti bögubósi, var óhugsandi öllum öðrum
en þeim, sem skipuðu hring hinna innvígðu. Sá, sem
dirfðist að gefa slíkt í skyn, var illviljað hrakmenni og
rógberi. Að hann á hinn bóginn gæti verið svo lærður,
að orð hans færu fyrir ofan garð hjá venjulegum, dauð-
legum mönnum, því bar að taka með frómri auðmýkt,
eins og þegar við fáum ofbirtu í augun af J>ví að horfa
í sólina.
Heimsfrægir vísindamenn skrifuðu kenslubækur fyrir
byrjendur, sem nærri lét að sviftu smástrákana í skól-
unum vitinu vegna algers skorts á uppeldisfræðilegri
innsýn. Á skóladögum mínum lærði ég rúmmálsfræði
og bókstafareikning af bókum, er skrifað hafði mikils
metinn prófessor í stærðfræði. En ég var tossi, og það
tók mig mörg ár að læra að skilja jafnvel hin einföld-
ustu atriði. Ég vex aldrei upp úr þeirri sannfæringu, að
þetta hafi fyrst og fremst verið prófessornum að kenna.