Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 112
106
Lærður og leikur.
IÐUNN
Á pessum tímum, þegar við verðum að undrast og
:krossa okkur yfir ódugnaði og úrræðaleysi fjármála-
sérfræðinganna, fær leikmaðurinn hvað eftir annað tæki-
færi til að spyrja sjálfan sig: Hvað liggur eiginlega í
hugtakinu sérfræðingur ? Við sjáum fjármálabrodda ríkj-
anna, sprenglærða og skarpvitra sérfræðinga, stritast
við að kippa heiminum í liðinn. Hver þeirra mætirfram
með sitt bjargráð, en allir strita peir árangurslaust við
hin aðkallandi viðfangsefni tímans. Það er líka sagt um
Briand, hinn nýlega látna franska stjórnmálamann, að
hann hafi sýnt sérfræðingunum lítilsvirðingu og haft á
þeim hina mestu ótrú. Þeir hefndu sín með því að
kalla hann letingja og yfirborðsmann. Það er til mynd
af Briand sitjandi við afar-stórt og al-autt skrifborð.
Það er stjórnmálamaðurinn, leikmaðurinn mikli, sem
veit vel, að konungs-hugsjón hans, Bandaríki Evrópu,
muni aldrei fá framgang án þess að heill her alls konar
sérfræðinga reyni að hafa þar klaufahönd í bagga.
Hann sér fram á andstyggilega martröð pólitískra
:stympinga og lögfræðilegs orðhengilsháttar, en hann
vill hafa höfuðið klárt, hefja sig yfir málskjölin og
málskjalaþrældóminn.
Með sama hætti var Georg Brandes, þrátt fyrir
■allan sinn lestur og Iærdóm, hinn mikli leikmaður.
Hann fyrirleit lærðu mennina — þá, sem voru ekk-
■ert annað en lærðir. En hann fyrirleit ekki lærdóminn,
hann dýrkaði hann að vísu ekki, heldur notaði hann.
Fyrir þetta sætti hann ámælum frá hinni lærdómsóðu
•öld. Hann var talinn gutlari, sem grautaði í öllu: bók-
mentum, listum, sögu, heimspeki, trúmálum. En það
var með hann eins og Briand; hann vildi bera höfuðið
hátt og vera maður fyrst og fremst heilbrigður
maður, en ekki sér-vél.