Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 113
IÐUNN
Lærður og leikur.
107
Það getur fáum dulist, að á síðustu tímum er rit-
höfundurinn meir og meir að nálgast blaðamenskuna.
Skáldskapurinn er að verða að fréttaburði, frásögnum,
áróðri. Gamalt spaugsyrði segir um blaðamanninn, að
hann sé hafsjór af vanþekkingu. I hóp blaðamanna
heyrist oft sag|t í hálfgerðu gamni — sem f>ó er bara
hálfgert — að þeir skrifi bezt um það, sem þeir þekkja
minst.
Og þá er ég aftur kominn að prófessornum, sem ég
byrjaði á. Það, sem gerir hann óhæfan til að kenna
nemendum upp og ofan, er einmitt þetta, að hann veit
svo mikið um hlutina, að hann er svo lærður. Við
lesum stundum í blöðunum ritgerðir eftir sérfræðinga
í þessu eða hinu, og þessar ritgerðir eru svo fullar af
auka-atriðum, undantekningum og fyrirvörum, að við
gefumst upp löngu áður en ritgerðinni er lokið. Sann-
leikurinn er oftast flókinn og margþættur. Án afsláttar
á þekkingu, engin almenn fræðsla.
Að öðru leyti skrifum við engan veginn alt af til
þess að miðla þekkingu. Listdómari þarf ekki að vera
sérfræðingur í !sögu listanna. Hann þarf að eins að hafa
vit á list.
En hver hefir vit á list ? Hvað hefir málari, sem
dæmir um málverkasýningu, annað til brunns að bera
en sinn persónulega smekk, sinn geðþótta og sér-
kreddur? Hver er dómbær á bókmentir? Hér ber
að sama brunni. Væri nógu fróðlegt að gera tilraun
um það, hvort bókelskur listdómari og listhneigð-
ur ritdómari gætu ekki að skaðlausu skift um hlut-
verk við og við. Ég þekki málara og húsameistara,
sem ég er viss um að gætu gagnrýnt bækur og myndi
fara það prýðilega úr hendi.
Að fljúga og að draga út tennur eru sérgreinir.