Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 115
IÐUNN
Lærður og leikur.
109
um (Freud). Á móti peim, sem skapar nýja bygg-
ingarlist, berjast aðrir sérfræðingar í sömu starfs-
grein o. s. frv. Sérfræðingur er maður, sem veit
hvað var góð latína á hans starfsviði fyrir tuttugu
árum, og til varnar þeirri þekkingu er hann reiðu-
búinn að ganga á bál!
Þessi skýring, sem auðvitað á ekki að skiljast alt
of bókstaflega, gefur til kynna tortrygni þá, er við
ölum í brjósti gagnvart þeim mönnum, sem í skjóli
þekkingar, er að sögn þeirra sjálfra er óskeikull hæsti-
réttur, vilja taka hverja tímabæra hugsun kverkataki.
En við rekumst á sérfræði-dýrkunina í fleiri mynd-
um en sem vopn andspyrnunnar gegn nýjum hugs-
unum og stefnum. Á mörgum sviðum andlegs lífs, í
stjórnmálum, list, ritmensku, sagnfræðum, kenslustörf-
um, verðum við hvað eftir annað að þola þá háðung,
að það er reynt að loka okkur inni í þröngum bás,
girða okkur af með gaddavír. Pétur ber skyn á petta,
Páll á hitt. Það á að líma. á okkur eins konar vöru-
miða. Hinn afmarkaði bás er mitt vitsvið og starfsvið,
þar get ég gert mig breiðan. En eiri ég ekki á básn-
um, er ég fífl og fúskari, sem engum dettur í hug að
taka alvarlega.
Ég hefi áður vikið að þessu viðhorfi, sem í mínum
augum er harla mikilvægt, og mun nú aftur snúa mér
að því og afstöðu mentamannsins og rithöfundarins
til þess.
Hver á það skilið að vera nefndur rithöfundur nú-
tímans? Það á maður eins og t. d. H. G. Wells, sem
skrifar æfintýrlega kynja-reyfara, há-alvarlegar skáld-
sögur, blaðagreinar, veraldarsögu í tveim bindum, birtir
viðtal við Lenin og í ófriðarlokin 1918 tjáir sig þess