Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 117
iðunn Lærður og Ieikur. 1111
eða skrifað áður. Við dæmum gagnrýnanda eftir við--
horfi hans til hlutanna og eftir harðfylgi hans og rök-
fylgi við þann boðskap, sem hann flytur. Séum við fé-
lagssinnaðir, vekur gagnrýnandinn okkur andúð —
þrátt fyrir allan lærdóm, skarpleik og andríki — ef
hann situr fastur við keip þeirrar einstaklingshyggju,.
er við höfum dæmt óalandi.
Lesi ég bók, sem skrifuð er í áróðursskyni, og hún:
ýtir kröftuglega við mér, svo ég sit eins og lostinn.
eldingu, þá fullyrði ég hiklaust, að bókin sé góð, þótt
henni kunni að vera eitthvað áfátt frá iistrænu sjón-
armiði skoðað. Pannig hugsaði ég kannske ekki fyrir
tíu árum. — Það getur verið, að við séum listdýrk-
endur að eðli og uppruna. Samt sem áður verður
okkur það á að spyrja: List — ja hvað er eiginlega
list? Bók sem fær mig til að standa á öndinni! Bók,
sem ég gleypi með brennandi áhuga! En blaðagrein get
ég vitanlega einnig lesið með brennandi áhuga. Og þá
er það ekki listin ein, sem gefur bókinni gildi; önnur
verðmæti koma þar lika til greina. Það eru til bækur,,
sem við óskum gefnar út og útbreiddar, ekki list-
gyðjunum til dýrðar, heldur mönnunum til bjargar.
Til eru menn, sem standa berhöfðaðir og fullir lotn-
ingar í hvert sinn sem orðið list er nefnt. Við hinir
látum hattana sitja. „Skáldsnillingurinn Goethe“ er orðið ■
að gauðslitnu glamuryrði, sem ekki er laust við að
veki okkur ergi og leiða. Sannleikurinn er þó sá, að
þrátt fyrir víðfeðmi anda hans, sem ekki er rengt af
neinum, þá eru að eins sárafáar af bókum lians læsi-
legar nútímamanni.
Sú flatmagandi aðdáun á löngu liðnum snillingum,,.
sem æskan er alin upp við, er satt að segja alt annað
en geðþekt fyrirbrigði. Þá er ólíkt viðkunnanlegri sú