Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 118
112
Lærður og leikur.
IÐUNN
-hin græningjalega ósvífni, sem kemur fram hjá menta-
-skólastráknum í rússnesku sögunni „Dagbók Kotja“ í
gagnrýni hans á Hamlet. Hann talar um „vitleysurnar
hjá Shakespeare", getur í hvorugan fótinn stigið fyrir
'drýldni og monti, en botnar þó ekki' í neinu. En bókin
-hefir að minsta kosti orðið næring gagnrýni-hneigð
þessa unga manns, vakið uppreistarhug hans og and-
lega tortímingarfýsn, sem er gelgjuskeiðinu svo eiginleg.
Þessi flónslega ritsmíð er þó fyrsta tilraun hans að
þjálfa hugsun sína. Og það sýnir sig seinna meir, að
.strákurinn á krafta i kögglum og getur tekið þroska.
Pað er augljóst, að Shakespeare, þrátt fyrir alt, hefir
-orðið þessum skólapilti andlegur aflgjafi. En öllum
þorra skólanemenda er Shakespeare ekkert annað en
iskurðgoð á stalli, sem þeir ganga fram hjá hugsunar-
laust, en signa sig um leið, af því að þeim hefir verið
sagt að gera það. Og þar með búið. Það mætti bæta
því við, að hrifningar-undrun okkar heimaöldu fagur-
fræðinga yfir þeirri taugaæsandi uppgötvun, að órímað
mál hjá Shakespeare sé í raun og veru rímað mál, er
ekki svo fráleitt baktjald fyrir villukenningar og guð-
last rússneska stráksins. Því mætti líka bæta við, að
Shakespeare, „mesti skáldmæringur veraldar", eins og
við höfum orðið ásáttir um að kalla hann, sé heiminum
■óviðkomandi eins og sakir standa.
Er einn vitrari en annar? Um það spurði ég í úpphafi
þessarar greinar. Ég vil enda hana með því að svara:
Það er ekki sá, er veit mest, sem er bezt til forustu
fallinn, heldur hinn, sem bezt kann að átta sig á straum-
hvörfum tímans. Af leikmanni með lífsnánu og algáðu
viðhorfi til hlutanna læri ég meira um gang sögunnar
en af sprenglærðum sagnfræðingi, sem lærdómurinn
hefir blindað. - - Sé viðhorf höfundar afturvirkt, þá er