Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 119
IÐUNN
Lærður og leikur.
113
verk hans lélegt, skaðlegt. Því utan við hin hreinu
Taunvísindi er enginn sannleikur til, er sé algildur,
hlutlaus, hafinn yfir flokka og stefnur. Það er einn
sannleikur til fyrir okkur og annar fyrir hina. En af
Jiessu leiðir, að hugsun og ákvörðun eru einkamál.
Sérfræðin er góð að styðjast við, en í alvarlegum innri
vandkvæðum þorum við ekki að fela mál okkar forsjá
hennar, trúum henni ekki fyrir því að hugsa fyrir
okkur.
Rithöfundurinn, blaðamaðurinn í borgaralegu þjóð-
félagi, rekur sig oft á það —• og ekki sársaukalaust
— að hann skortir þá jækkingu, er samsvari áhuga
hans og kröfum tímans — fyrir pá sök meðal annars,
að hin frjóustu ár bernsku hans og æsku hafa verið
misnotuð til jress að troða hann út með dauðum og
fánýtum lærdómi. Það er eins og enski fjármálafræð-
ingurinn Sir Norman Angeil segir: Hið eina, sem okkur
er ómissandi, það erum við ekki látnir læra í æsku. Og
enn segir hann: Af miðlungsmamninum ólærða er heimt-
að, að hann skilji gang heimsvélarinnar í stórum
•dráttum.
Rithöfundurinn, blaðamaðurinn er einmitt hinn brjóst-
greindi ólærði miðlungsmaður. Hlutverk hans nú á
■dögum er að vera miðlari milli lærdómsstöðvanna og
almennings. Þetta, og ekkert annað en jretta, er hans
köllun, hans sérgrein. Það kann oft á tíðum að há
honum og hann kann að ergja sig yfir því, sem hann
skortir á að skilja gang vélarinnar í stórum dráttum.
En hann treystir samt á eigin dómgreind og lætur ekki
svínbeygjast af neinni vér-einir-vitum-firru sérfræðing-
anna.
Utan við háskólana, vísindafélögin og upþeldisstofn-
anirnar og óháður jreim dirfist nútímamaðurinn að
ð
löunn XVMI