Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 122
116
Orðið er laust.
IÐUNN
að byggja leikhús fyrir tvær milljónir króna, mundi
vonandi ekki skoða hug sinn um að umbuna honum
sæmilega.
Það er sem sagt verið að reisa leikhús fyrir tvær
milljónir, og peir dagar bráðum liðnir, sem viðvanings-
hátturinn hér í Iðnó má krefjast umburðarlyndis og
misskilins mannkærleika. Engu síður virðist sú öld
enn vera uppi, að hvorugum hefir orðið það Ijóst, leik-
urum né leikdómurum, að þessi mannkærleiki er í eðli
sínu jafn-særandi, jafn-niðurlægjandi fyrir báða aðila„
Og um leið fullkominn óheiðarleiki gagnvart þjóðinni,
sem, snauð að leikmentarerfðum og sljó á leiklist, á
þess kröfu að fá notið þeirra verðmæta, sem þessi
listgrein hefir að geyma. Það má ekki saka íslenzka
leikhúsgesti um sáttfýsina við viðvaningsháttinn, því
fæstir þeirra hafa nokkru sinni kynst vönduðum sjón-
leik, samvizkusamlega numdum, æfðum og fluttum.
Þeir tímar eru að nálgast, að það verður að kalla þá
menn til ábyrgðar gagnvart listinni, sem hafa fundið
köllun hjá sér til að sinna íslenzkri leikment. Og um
leið verður að krefjast þess af leikdómurum, að þeir
hætti að bera jiessa ótímabæru lotningu fyrir hinu vafa-
sama aðalsbragði viðvaningsins: úlfúðinni gegn hlut-
fastri gagnrýni, — þeirri gagnrýni, sem hvergi sést
fyrir nema um hlífðarlausar kröfur listarinnar.*)
FAGRA VERÖLD. Það eru þrjátíu og sex kvæði, sem
Tómas Guðmundsson sendir frá sér eftir meira en átta
ára þögn, næstum órofna. Fyrstu Ijóð hans, Vid sund-
in blá (1925), voru full af sveimhygli, sem gerði skrítn-
ari verkan en ella á tímabili, sem enn var mjög haldið
*) Eftir aft grein þessi er skrifuð, liefir erlendur leikstjóri verið til
íenginn að stjórna hér sýningum hjá Leikfélaginu.