Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 123
IÐUNN
Orðið er laust.
117
af áhrifum kjarnsæinnar; höfundurinn hneigðist til
Jiýzkrar rómantísku, jafnvel lénstímafyrnsku, í hug-
myndavali. Síðan hefir ljóðgáfa hans dýpkað og skírst
á kostnað fjarúðarinnar. Pað er hin ljóðræna skynjun
rúmhelginnar, sem að þessu sinni mótar yfirsvipinn á
kveðskap hans. Áður var það riddari, skógur og höll.
Nú eru það húsin í bænum, Vatnsmýrin, Austurstræti,
— hann skynjar ijóðið í sínu eigin umhverfi, og þá
fyrst og fremst ljóð síns eigin lífs; þegar hann tekur
fjarlæg yrkisefni, heimfærir hann þau táknlega upp á
nálægðina, — Japanskt ijóð, Boðun Maríu. Hann
er fegurðardýrkari án samninga, forin hans er inn-
tak hans, heimur hans alt það, sem samrýmist kröf-
um ljóðsins, og það eitt, — jafnvel svo, að skynjunin
nálgast dulhygli. Mál hans er yfirieitt vandað oghreint,
stundum svo dýrt, að undrum sætir. Menn mega vara
sig á að ímynda sér, að þeir séu sterkari í málfræði en
hann, a. m. k. minnist ég naumast að hafa iesið ís-
lenzka ljóðabók, þar sem ort hafi verið með annari
eins málfræðilegri nákvæmni. Hin listræna nostursemi
í meðferð málsins er oft á þá leið, að manni dettur í
hug austurlenzk steinfella í skartgripum, slegin með
hamri skeftum burstarhári.
Ég gat ekki sofið. Sál mín var dimm og heit.
Sál mín var dimm og heit eins og austurlenzk nótt.
Og ég reikaði þangað, sem döggin úr dökkvanum hló,
og á drifhvítum runnum hið gljúpa mánaskin las.
Nú er að vísu satt, að beztu skáld vor hafa að jafnaði
haft dýrt málfar, en að Jónasi Hallgrímssyni undantekn-
um verður tiltölulega sjaldan vart við bygð kvæði í
íslenzkri ljóðlist, — skynleysi vort í býggingarlist kemur
óvíða jafn-átakanlega fram. Mærðartimbur skáldanna