Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 124
118
Orðið er laust.
IÐUNN
minnir einatt á dýrmætan rekavið, sem hrönn hefir borið
unnvörpum á fjörur upp. Kvæði Tómasar eru að vísu
•ekki jafn-vel bygð öll, en sum peirra, eins og t. d.
lEndurfundir, Jún Thoroddsen in memoriam, Japanskt
Jjód, Gesturinn, Er pú komst preyttur heim, eru smá-
■gervar hagleikssmíðar, sem styrkja hugmyndir manna
um hið algera. í formi og hljóta að vekja hjá lesandan-
um ósk þess, að höfundurinn vildi færast í fang stærri
viðfangsefni.
„A thing of beauty is a joy forever."
Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna, hún er takmark.
Urn hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta
fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út
í miðjum söngleik vegna pess, að fegurðin og snildin
minti hann að eins á, hve mikla baráttu hann átti eftir
óháða, áður en fjöldinn, hinir umkomulausu, öðluðust
þann rétt, það uppeldi og pað næði, sem útheimtist til
að geta notið fagurra hluta. Pessi bók heimtar að vera
lesin af mörgum — í næði. En hún er ekki innlegg í
foaráttunni.
BOKMENTIR OG SKÓBÆTUR. Það er ekki auðvelt
að benda á öllu minna heillandi lýsingu á ungum
mentamanni en hr. Benjamín Kristjánsson gefur á sjálf-
um sér í upptalningu sinni á þeim hlutum, sem honu'm
hefir auðnast að koma auga á í bókum H. K. L. (Sjá
ritgerð hans um þetta efni í Lesbók Morgunblaðsins 3.
dez. sl.) Hann tekur þar fram, svo ekki verður um
vilst, að mælikvarði sinn á bókmentir sé ekki einu
sinni skófatnaður yfirleitt, heldur skóbætur. Vitanlega
getur ekki komið til mála að ræða bókmentir við hr.
B. K. á svo einkalegum vettvangi. Og þótt hr. B. K. sé
trúarbragða- og siðferðis-predikari að atvinnu, þá leið-