Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 126
120
Orðið er laust.
IÐUNN
íslenzka blaðadálka um Jómfrú Ragnheiði eftir Guð-
mund Kamban, í samanburði við, hvernig mentaðar:
pjóðir eins og Danir og Svíar rita um sömu bók.
í samanburði við bókmentadálka erlendra blaða og
tímarita, sem gera mjög háar kröfur til menningarstigs.
gagnrýnenda sinna (við skulum að eins taka til dæm-
is Politiken í Danmörku með gagnrýnendum eins og;
Rimestad, Borberg og Tom Kristensen), þá er mjög sál-
fræðilega upplýsandi um menningarástand vort að virða
fyrir sér orðaval það og hugsunargang, sem mest tíðk-
ast í bókmentagagnrýni aðalblaðanna hér á landi. Tif
dæmis skal ég nú aftur vitna í ritgerð hr. B. K’. í Les-
bók Morgunblaðsins.
Eftir að ritskýrandinn hefir bent á nokkur einkenní
hins óhamingjusama höfundar, sem hann hefir klófest,,
svo sem sérþótta í framsetningu, eilífa dómgirni og
predikanir út af heimsku náungans (atvinnupredikan-
ir?), mont, hégómagirni, sálsýki o. fl. o. fI., þá kemst
ritskýrandinn að þeirri niðurstöðu, að grundvallarhugs-
unin í sálarlifi höfundarins hafi verið, og sé enn, a&
því er manni skilst: „Ég veit alt, en þið eruð asnar.*1
Þessi ritskýring hrífur höfund sinn svo mjög, að hannl
þreytist ekki á að endurtaka hana með næstum ofur-
mannlegum skorti á kligju upp aftur og aftur gegn um
alla ritgerð sína. H. K. L. er ókurteis rithöfundur, sem.
við hefir fruntalega bersögli, en „honum ætti að vera i
lófa lagið að setja fram þessa ókurteisu hugsun spá-
mannanna (spámannanna? — um hvað er maðurinn að
tala?) gagnvart sínum náunga: í>ú ert asni, í svo and-
ríkum skáldskap, að honum yrði tekið með þökkurn"
(æ, æ, æ). „En ekkert af þessu gerir Halldór. . . . Hann.
sezt bara niður . . . brýnir öxi sína og keyrir hana síðan
beint í höfuð lesandans" (takk). „Hann þykist fullkom-