Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 128
122
Orðið er laust.
IÐUNN
fjallað er um bókmentir af meiri kurteisi en víðast
hvar annars staðar, hann skirrist ekki við að viðhafa
í dómum sinum um sálma eins höfundarins ummæli,
sem ekki heyra undir neitt annað en meiðyrðalöggjöf-
ina. — Um f>að, sem var höfuðatriðið í hinu óþarflega
fræga sálmabókarmáli, gátu hins vegar allir verið hr.
S. Á. samdóma.
BÓKAVERZLUNIN EMAUS FÆR KEPPINAUT.
Margir gengu í hið unga útgáfufélag Alþýðuflokksins,
Bókmentafélag jafnaðarmanna, í þeirri barnslegu trú,
;að þótt hér yrðu e. t. v. ekki höfð byltingarsinnuð rit
• á boðstólum, þá mundi a. m. k. mega vænta af félaginu
fræðandi rita eftir heiðarlega höfunda um þá stefnu,
sem Alþýðuflokkurinn leggur svo mikla áherzlu á að
nefnd sé „jafnaðarstefna". Slík fræðslurit hafa þó látið
á sér standa, en nú sendir félagið út til meðlima sinna
— kirkjulega húsþostillu eftir ungverskan prest, inni-
haldandi eina mjög undursamlega blöndu af falskristi-
legum fals-sósíalisma fyrir fólkið; sjónarmiðin eru álíka
fljótandi og í nazistaræðu. Á titilblaði postillunnar
blómstra þau nöfn íslenzk, sem mönnum er tamast að
tengja við steinrunnasta afturhald í landinu, nöfn, sem
'í hugum heiðarlegra jafnaðarmanna hljóta að standa
sem fulltrúar ákveðinna afla í þjóðfélaginu, sem aldrei
hafa verið talin meðal hinna bjartari.
Atferli þetta: að selja mönnum alt aðra vöru en þeim
var boðin eða þeir bjuggust við að kaupa, það er annað
og meira en hversdagsleg vörusvik. Það er sú tegund
fjandskapar við jafnaðarstefnuna, sem einna erfiðast
er að varast. Af skiljanlegutn ástæðum ná engin borg-
.araleg lög yfir verknað sem þann, að eitra með sætri,
falskristilegri blindmollu fyrir óuppjýsta verkamenn.
'V