Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 129
IÐUNN
Bækur.
123
Um hitt getur enginn stéttvís verkamaður efast, að út-
gáfa slíkrar bókar er hrein andbyltingarstarfsemi. Er-
indrekar framandi þjóðfélagsafla hafa lagt undir sig
trúnaðarstöður í upplýsingarstarfi verkamanna. Má
óska stéttaróvininum til hamingju með svo ákjósanlega
aðstöðu til að koma fyrir vélum sínum.
Bækur.
MERKISRIT í ISLENZKUM FRÆÐUM 1933.
I.
Nú eru nokkur ár síðan nokkrir áhugamenn í Reykjavík,
með Jón Ásbjörnsson hæstaréttarmálaflutningsniann í broddi,
komu sér saman uin stofnun Hins islenzka fornritafélags í
þeim lofsverða tilgangi að gefa út flestöll íslenzk fornrit í
þeim búningi, er þessari þjóðargersemi vorri hæfði.
Ef mig minnir rétt, þá var þetta eitt af áheitunum á árið
1930, en tíminn leið, og ekki kom neitt af fornritunum, fyr
en nú í sumar, að útgáfan hljóp af stokkunum með II.
bindi, Egils sögu, útgefinni af Sigurði prófessor Nordal.
bað skal strax sagt, að hvað ytri frágang, prentun, pappír
og útgerð alla snerttr, er þetta fyrsta (II!) bindi fornritanna
svo smekklegt og vandað, að ólíklegt er, að nokkrum bregð-
ist vonir í þá átt. Má Fornritafélagið með réttu miklast
af framkvæmdum sínum, ef það er svo öflugt, að það
treystist nú til að halda svo áfram, sem upp er hafið.
Eins og sjálfsagt var, hefir Sigurði Nordal verið falin
útgáfa fyrstu sögunnar, og hefir hann þannig markað stefnu
útgáfunriar, ákveðið snið hennar og fyrirkomulag. Svipar
útgáfunni mest til hinnar þýzku texta-útgáfu: Alt-nordische
Sagabibliothek. Textinn er samræmdur, skýringar eru neð-
anmáls; eru þær að vísu þeim mun færri í þessari útgáfu
en hinni þýzku, sem íslenzk alþýða skilur betur fornmálið
■en þýzkir fræðimenn.