Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 132
126
Bækur.
IÐUNN
sögn Öttars háleygs, peirri, er Elfráður riki hefir fært inn.
í þýðingu sína á Veraldarsögu Orosiusar. „Pað nær engri
átt,“ segir Nordal, „að þessi vitneskja um landaskipan hafi
geymst með sögunum um Pórólf Kveldúlfsson í þeirri mynd,
sem hún kemur fram í sögunni." Parna veitist Nordal bein-
línis að skoðun Wieselgrens, sem hyggur, að hér hafi Egla
einmitt varðveitt dæmi um ágæta gamla orfsögn (Författer-
skapet, 105). Verður að víkja að þessum skoðanamismun síð-
ar.
En þessu ríæst tekur Nordal fyrir samband Eglu við kon-
nngasögurnar og kemst að þeirri niðurstöðu, að höfundur
Egiu hafi notað sömu heimildir og Snorri í Hkr., en auk
þess hafi Snorri þekt Egilssögu. Loks ræðir liann um sam-
band Landnámu og Egilssögu og ætlar, að höf. Egiu hafi
eigi haft elztu Landnámu, heldur ættartölu, er skýrt liafi
frá landnámum. Þar sem hlutur Mýramanna virðist fram
dreginn í sögnum Eglu um landnám, þá ætlar Nordal, að
arfsögn ættarinnar eigi þátt í því, en ekki „tendens" sögu-
ritarans, eins og B. M. Ólsen hugði.
1 fjórðu grein formálans tekur Nordal svo tímatalið til
meðferðar, og er' skemst frá því að segja, að hann felst þar
á röksemdafærslu Wieselgrens, er miðar tímatalið alt við
hið þekta ártal úr enskum annálum: orustuna á Vlnheiöi
937. Er óþarfi að rekja það, með því að það er vel kumV-
ugt úr ritgerð Wieselgrens og hefir verið alment viðurkent
rétt af fræðimönnum. Hefir þetta hin mestu áhrif, ekki að
eins á tímatal í fornri Noregssögu, heldur einnig fyrir skoð-
anir manna á sumum enskum fornritum, eins og t. d. aldri
Öttarskaflans í Veraldarsögu Orosius-Elfráðs.
Þessi kafli um orustuna á Vínheiði er annars í augum
Wieselgrens annað ágætis-dæmið um tryggleik arfsagnar-
Snnar í Eglu; hyggur hann, að eigi ,að eins hafi hið rétta
tímatal varðveizt þannig, heldur einnig nákvæm lýsing or-
ustuvallarins, og fer hann þar eftir ritgerð Skota nokkurs,
Geo Neilson, Brunanburh and Burnswork, Scottish Hist.
Review VII, 1909, 37—55. Sömu augum og Wieselgren lítur
Liestöl á málið í The Origin of the Icel. Family saga (p.
216). Nordal efast um, að Neilson hafi staðfestinguna rétta.
Og hefði hann þekt grein L. M. HollandehS í The Journal
of English and Qermanic Philology XXXII bls. 33—43, hefði