Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Síða 133
IÐUNN
Bækur.
127
hann Mklega alls ekki trúað pvi. Hollander, sem aÖ vísu.
trúir því, að hér sé um að ræða orustuna við Brunanborg,
láir Wieselgren allmiög að hafa tekið grein Neilsons al-
varlega; segir hann, að hún sé bygð á mörgum og alvar-
legum rangfærslum á textanum, og séu flestar forsendur
hennar rangar. Hins vegar bendir Hollander á merkilega
líkingu með allri pessari lýsingu Egilssögu á undirbúningi
og gangi orustunnar og orustulýsingu í Hervararsögu; það
er hin inikla fólkorusta við Húna á Dúnheiöi (sbr. Vínlieidi
og Weondun). Hér er ekki rúm tii að rekja líkingu þessara.
tveggja lýsinga, en ómótmælanleg virðist hún vera.
Ef ég skil Hollander rétt, vill hann með grein sinni
draga úr sannfræði þessarar sagnar. Hann leggur áherzlu
á það, að sýnilega hafi hin eþisku lög Axel Olriks verið,1
að verki við mótun kaflans. Petta gaetíi í sjálfu sér frern-
ur styrkt skoðun Wieselgrens, að hér sé um góða arfsögn.
að ræða. Og í sambandi við Hervararsögu getur þrent
komið til mála: 1.) Egla hefir farið eftir Herv.s. 2.) Herv.s.
hrfir farið eftir Eglu. 3.) Báðar sögur hafa mótast af eldri
orustu-sögusögn. Að órannsökuðu máli virðist annar kost-
urinn einna líklegastur.
Wieselgren hefir (í Författerskaþet, neðanm. bls. 82).
dottið í hug sá möguleiki, að orustulýsing Eglu væri ef til.
vill ekki eingöngu runnin úr arfsögninni frá Agli, heldur
kynni hún líka að vera mótuð af munnmælum, sem nor-
rænir menn í Englandi hefðu kent íslendingum. En í rit-
gerð sinni i Historisk Tidsskrift (1929) telur hann það*
útilokað með öllu.
Hað er annars merkilegt, að Egils saga skuli hafa þarna.
tvö atriði, sem gætu verið frá Englandi komin: Finnmerk-
urlýsinguna (sbr. frás. Óttars) og orustulýsinguna frá Brun-
anborg. Og fyrra atriðið a. m. k. er, að ætlun Nordals, úr
bókum. Hvaðan gæti höf. Egilssögu liaft enskan fróðleik?
Ef höf. er Snorri, eins og Nordal vill vera láta, þá vitum
við, að skólinn í Odda, sem ól hann upp, hafði sambönd
við enskar mentastofnanir (Eyjólfur Sæmundsson sendir
Þorlák biskup til náms; hann neinur í Lincoln) auk þess sem
hann líka hafði samband við Orkneyjar. Þaðan gátu bækur
og sagnir verið komnar til Odda, og hefir Halldór Her--