Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 137
IÐUNN
Bækur.
131
fyrir lið. Of langt yrði hér að fara út í þá röksemdaleiðslu
til nokkurrar hlitar. Að eins skal á það bent, að hann sýn-
ir, að þessi skoðunarháttur á rót sína að rekja til tízku.
rneðal lærdómsmanna 19. aldarinnar: „Þessi skoðun rauf í
sundur llionskviðu, Odysseifskviðu, Beowulf, Rollantskviðu
— leysti upp í þætti og kafla, gerði tilorðningu þessara
rita að óslitnum innskotsferli, eilífri breytingu, án þess
að hægt væri nokkurs staðar verulega að nema staðar við
afrek nokkurs einstaks manns." Þessari sömu aðferð var
nú beitt við Eddukvæði, Islendingasögur og Konungasögur.
En þó að Konungasögumar séu kannske nánast þvi að
koma heim við kenningu þessa, þá sýnir þó dæmi Snorra„
að einnig hér mundu menn verða að.gera ráð fyrir reglu-
legum höfundum. ,
Höfundur Njálu hefir, að ætlan Einars, hvorki haft eldri
Gunnarssögu né Njálssögu til að skrifa upp eftir. Eu
hann hefir haft skrifaða ættartöluheimild, sem ekki kemur
heim við ættartölu Landnámu. Hann hefir og .notað seirt
heimild Kristniþátt nokkurn og Brjánssögu. Auk þess-
hefir hann notað, sjálfrátt og ósjálfrátt, margar íslend-
ingasögur, en fyrst og fremst Laxdælu. Hinar Islendinga-
sögur, sem Einar finnur merki eftir í Njálu, eru: Heiðar-
vigasaga, Eyrbyggjasaga, Droplaugarsonasaga, Vopn-
firðingasaga, Gunnars þáttur Þiðrandabana, Hænsna-Þóris-
saga, Bandamannasaga og ef til vill fleiri. Auk þess má;
finna nokkrar líkingar með Njálu og konungasögum og
fomaldarsögum, einkum Orvaroddssögu. Loks hefir Njála
eflaust notað lagaskrá, sem nú er annars týnd.
En þótt Einar gangi feti framar öllum öðrum. í því, að
leita heimilda eða fyrirmynda að einstökum atriðiim Njáls-
sögu i eldri ritum, þá vill hann .engan veginn neita þeirri
heimild, sem margir fyrirrennarar hans hafa lagt hvað
mesta áherzlu á, nfl. arfsögninni. Þvert á móti játar hann,
að án hennar verði ekki komist; verður þetta einkum bert
nf samanburði á Njálu og Landnámu og af vísum Njálu.
Eru vísurnar frá ýmsum tímum, sumar jafnvel frá þvi á
söguöld, og benda þvi ái langvarandi sagnir af atburðum
sögunnar.
Eftir að hafa gert sér grein fyrir þeim heimildarritum,
sem höf. Njálu hefir notað, ver Einar miklu rúmi til að