Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 141
IÐUNN
Bækur.
135
undir sig fótunum í Bergen. Peir selja fiskinn til Eng-
lands, Niðurlanda, Eystrasaltslandanna og Þýzkalands, en
flytja í staðinn korn, vin, vefnaðarvörur. Alla 14. öldina
eru Hansamenn einir um hituna og gefa því tiltölulega
■lítið fyrir fiskinn, en um 1400 fara Englendingar að senda
fiskiskip og kaupför til Islands að keppa við þá, með þeim
Arangri, að fiskurinn stígur því nær um helming. Pessi sam-
Jkeppni og hið háa fiskverð, sem var afleiðing hennar, helzt
alt þar til að hin danska einokun komst á um 1600.
Breytinguna á fiskverði sýnir höf. í lítilli, en talandi
föflu (á bls. 63);
Fiskverð1 í hundraði á landsvísu:
Þar til um 1200 10 vættir (100 o/o)
1300 8 — 125
1350—1400 6 — 167
1420—1550 3(4 — 286
1619—1776 6 — 167
Með liækkuðu fiskverði jukust fiskiveiðarnar; menn flokk-
uðust í verin undir Jökli og á Suðurnesjum, en kirkjan og
.stórbændur keptust uin þessar dýrmætu veiðistöðvar. En
þótt fiskiveiðarnar veittu miklum auði inn í landið, þá varð
skifting þess auðs miklu ójafnari en verið hafði skifting
•auðs þess, er landbúnaðurinn framleiddi.
Eigendur verstöðvanna, og þar næst skipaeigendur, báru
mest úr býtum; hins vegar sátu óbreyttir fiskimenn yfir
'hlutfallslega skörðum hlut. Venjulega hafa menn skýrt hinn
mikla auð höfðingja á 15. öld svo, að hann hafi safnast
eftir Svartadauða á fáar hendur. Þorkell sýnir, að þetta er
fullur misskilningur: Þetta eru menn, sein orðið hafa stór-
ríkir á fiskiframleiðslunni.
Eftir þetta alinenna yfirlit um þjóðarbúskapinn lýsir höf.
vinnuskilyrðum og vinnuaðferðum til miðrar 16. aldar,
bæði til sveita og sjávar. Þar með lýsir hann sérstökum
•atvinnugreinum, svo sem járnvinslu, tóvinnu o. fl„ og
reynir að gefa mynd af hversdagslegu sambandi vinnuveit-
•anda og verkamanna.
Þá ræðir höfundurinn þrælahald á Islandi. Aðalorsakir
þess, að það er svo snemma afnumið (um 1100), voru
tvær: á annan bóginn mannfjölgun í landinu, á hinn bóginn