Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 142
136
Bækur.
IÐUNN
skiíting hinna stóru jarðeigna, er gerði prælahald of dýrt
smábændunuin. Þar næst iýsir hann hinum nýja, frjálsa
verkalýð og ákvæðisvinnu þeirri, er verið mun hafa hið
upprunalegasta form frjálsrar vinnu. Er þangað að rekja
uppruna orða eins og dagsverk, dagslátta; en víða sér
pessa merki í sögum.
Hin heilnæmu áhrif, sem hið harða frumbýlingslíf hafði
á þjóðina, með því að kenna henni að meta líkamlega vinnu,
hafa bæði gert auðveldara afnám þrælahaldsins og létt
frjálsum mönnum vinnuna. En einkum var ákvæðisvinnan:
form, sem hlaut að verða vinsælt af frjálsum verkamönn-
um, meðan þess var kostur.
Næst ræðir höfundur hjúalöggjöfina, vistráðningu, vist-
ar-tímabilið, fardaga og brot vistarsamnings. Ber hann það,.
sem mcnn vita um þetta, saman við erlenda löggjöf um
sama efni í nágrannalöndunum.
Þá ræðir höfundur um lausamenn og það, sem vart verð-
ur vinnuþvingunar (í löggjöf frá því um 1404). Hér gerir
hann og grein fyrir því, sem vitað verður uin tilboð og
eftirspurn eftir vinnu, atvinnuleysi og bann gegn flakki.
Kemst liann að þeirri niðurstöðu, að engin vandræði hafi
orðið af atvinnuleysi fyr en undir lok þess tímabils, er
hann fjallar um.
Loks reynir hann að rekja verkalaun til síðari hluta 16.
aldar. Hér eru heimildir gloppóttar nokkuð, en það, sem
vitað verður, bendir til merkilegs samræmis í verkalaun-
um á Islandi og í Englandi og Þýzkalandi á árunum 1350
—1550.
Þessi tafla gefur yfirlit yfir launin:
Árin ca. 1150 meðalmanns Iaun 1/2 kúgildi
— — 1400 1V8 —
— — 1410 (eftir Svartadauða) 1%
1500 l1/, —
1600 lVs-Vs -
I lieild sinni virðist mér bókin bera vandvirkni, lærdómi
og víðsýni höfundar hið bezta vitni. Og efni hennar er svo
mikilvægur þáttur sögu vorrar, að skaði er, að bókin skuli
ekki vera til á íslenzku. Væri vel til fallið, af höf. vildi
skrifa liana upp á islenzku í alþýðlegra formi en nú hefir hún.