Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 143
IÐUNN
Bækur.
137
En að fleira megi af bókinni læra en það, sem á titil-
blaðinu stendur, má meðal annars ráða af því, að hún.
sýnir, að hagsæid landbúnaðarins verður samtímis blóma
hins andlega lífs. Þótt ekki væri annað, er þetta ærið um-
hugsunarefni. Lærdómsríkt er líka að sjá, hve háð landið-
er umheiminum, hversu Hansaverzlunin og síðar einokunin
gerbreyta högum þess og kjörum landsbúa, þrátt fyrir alla
einangrun.
Þetta er þeim mun eftirtektarverðara, sem Islendingum
hefir stundum hætt við að gera sór1 iielzti litla grein fyrir
áhrifum umheimsins á kjör sín og menningu.
IV.
O l d I c e I a n d i c Literature, a Biblio-
graphical Essay by Halldór Hermannsson. Itha-
ca, New York Cornell Univ. Press, 1933. —
Islandica XXIII. 6+50 bls.
í þessari bók rekur prófessor Halldór Hermannsson af'
sinum einstaka lærdómi í bókfræðilegum efnum útgáfur og
þýðingar íslenzkra fornrita í öllum löndum og tungumáluni.
frá öndverðu.
Kemur það í ljós, sem raunar var i vitað áður, að langt
er frá þvi, að Islendingar hafi á að skipa flestum útgáfum
fornritanna. Stærsta afrek unnið á islandi er íslendinga-
sögur Sigurðar Kristjánssonar, og vonandi eiga Islenzk forn-
rit eftir að vinna sér tilsvarandi gengi. ’
Af Norðurlöndum hefir Danmörk að sjálfsögðu gefið út
flest fornrita vorra. Þar næst kemur Noregur með margar
úlgáfur af konungasögum, þar á meðal hina einu útg. Flat-
eyjarbókar, og Svíþjóð.
t Danmörku hafa ýmsar stofnanir og félög bundist fyrir-
fornritaútgáfunni; elzt mun vera Árna Magnússonar stofn-
unin (frá 1730), en ekki þykir Halldóri útgáfustarfsemi
hennar eftirbreytnisverð. Til dæmis var hún 40 ár að
koma út SæmundarEddu! Aftur á móti dáist Halldór að>
starfsemi Norræna fornfræðifélagsins undir stjórn Rafns..
Hann hafði lag á því að vinna félaginu meðlimi víða um
veröld, og fé streymdi inn til stofnunarinnar. Utgáfan var
vel skipulögð, eins og sjá má af safnritum félagsins; Forn-
mannasögur, Fomaldarsögw Noröurlanda, o. s. frv. Þýð-