Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 145
'IÐUNN
Bækur.
m
Reynslan hefir sýnt, að menn í öllum löndum hafa getað
eignast áhuga á þessum fræðum. Er því um að gera að
reyna að vekja þennan áhuga sem víðast. En til þess verð-
'ur að skipuleggja útgáfur og rannsóknir i þessum fræðum.
Miðstöð verður að rísa upp, þar sem ráðið verði, hvað gert
skuli. Slík iniðstöð gæti verið á íslandi, ef ekki kæmi til
har.dritaskortur og bóka og svo hin alkunna deyfð Mör-
landans. Þess vegna álítur Halldór hana betur setta i
Khöfn, hinni fornu miðstöð þessara fræða. Bezt væri, ef
hægt væri að endurskapa Árna Magnússonar stofnunina
til þess að gegna þessari mikilsverðu stöðu. Islendingar
og Danir ættu að skipa stjórnina að jöfnu. Annars ætti
stofnunin að taka upp aðferðir Rafns og sjá um það, að rit
hennar næðu útbreiðslu um víða veröld. Því þau ættu að
vera rituð á einhverju heimsmálanna. Ekki ætti stofnunin
• að binda sig við útgáfur einar, heldur og aðrar rannsóknir
á sínu sviði, og tímariti litlu ætti hún að halda út til þess
að ná til félaga sinna. Ekki mætti heldur fara í mann-
greinarálit um útgefendur eða höfunda eftir þjóðernum.
Enn fremur ætti stofnunin að koma sér upp bókasafni,
þar sem alt væri til, er snerti fornísl. bókmentirnar.
Þetta eru í stuttu máli tillögur Halldórs, Hermannssonar.
Verður ekki annað sagt, en að þær sé viturlegar og góð-
;gjarnar, hvað sem verða kann um framkvæmd þeirra.
Stefán Einarsson.
BÆKUR UM YMS EFNI
Dr. Stefán Einarsson: S a ga E ir iks M a g n -
ússonar í Cambridge. Aðalumboðssala:
ísafoldarprentsiniðja h/f. Reykjavík 1933. 344
bls. 8vo.
Þetta er bók, sem margan mun fýsa að eignast og lesa.
Hún fjallar um æfiferil manns, sem var einn af merkustu
Islendingum sinnar tíðar, gáfaður og fjölhæfur hugsjóna-
maður, vakandi starfsmaður og ótrauður í baráttu sinni
fyrir öllu því, er hann hugði þjóð sinni til heilla og1 hags-
bóta, náinn vinur og samherji Jóns Sigurðssonar. Höfundur
bókarinnar er kunnur ritþöfundur, prýðilega mentaður, hóf-
samur og sanngjarn í dómum. Hér fer saman merkilegt