Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 151
IÐUNN
Bækur.
145
nokkur þjóðtunga. Pá kemur langur, fróðlegur og skemti-
legur kafli, par sem höf. ræðir um rökin gegn Esperanto.
Höfuð-röksemd andstæðinganna telur hann vera þá, að öll
tilbúin mál, eins og Esperanto, hljóti að reynast ónothæf.
Af miklum skarpleik og lærdómi sýnir höf. fram á fánýti
þessarar mótbáru. Um niðurstöðu hans í þessu efni er
xétt að gefa honum sjálfum orðið:
„Esperanto er því í raun og veru ekki „tilbúið" mál.
Það er úrvalsmál. Það er kjarni hinna indógermönsku mála,
saman dreginn og samræmdur í einfalda og fagra heild,
þar sem öllu óþörfu og heimskulegu hefir verið rutt úr
vegi. Esperanto er því sú greinin á stofni hins indóger-
manska málameiðs, sem lengst er komin á þróunarbraut-
'inni í áttina til einfaldleiks, samræmis og hagkvæmni.
Sköpun Esperantos hefir þvl í eðli sínu gerst eftir sömu
lögum og myndun náttúrumálanna. Eini munurinn á myndT
un þess og þeirra er sá, að þróun, sem tekur þau þús-
•undir ára, hefir í Esperanto gerzt á fáum áratugum. Það
•er starfssaga hinna fálmandi náttúruafla og hins markvísa
uiannvits. Það er þróunarsaga hins skipulagslausa „kaos“,
sem 'sköpunarmáttiir snillingsins breytti í samræmisfagran
i,kosmos“.“
Mundi ekki þetta vera í fyrsta sinn, sem skrifuð er á
islenzku bók um jnálvisindi, er almenningur getur lesið
sér til fróðleiks og — skemtunar. Þvi það væri mikill mis-
skilningur að ætla, að þessi bók væri ekki fyrir aðra en
málfræðinga og lærða menn. Hver sá inaður, sem á annað
borð er læs á bók, getur haft hennar full not. Ritsnilcf
höf. er svo alkunn, að ekki þarf að taka það fram, að
þarna eru margir kaflar, sem nautn er að lesa vegna
glæsilegs stíls og hispursleysis í hugsun. Höf. flytur boð-
skap sinn um alþjóðamálið af eldmóði og spámannlegum
krafti og er víða skemtilega hvassyrtur og gustmikill. Það
•er alveg óhætt að mæla með þessari bók við alla, hverrar
•stéttar, trúar eða pólitískrar skoðunar sem þeir kynni að
■vera.
Og alþjóðamáls-hugsjónin á erindi til hvers einasta nú-
tímamanns. Heimurinn er í dag staddur í hinu argasta
■öngþveiti, og mála-glundroðinn á sinn þátt í því. Hinar
xnörgu og ólíku tungur girða þjóðirnar af, hindra kynningu
10
Jöunn XVIII