Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Page 152
146
Bækur.
IÐUNN
þeirra og torvelda alla friðarviðleitni í heiminum, nema
alþjóðlegt hjálparmál komi til. Um nokkurra alda skeið'
var latínan slíkt mál. Hún batt saman mentamenn allra
pjóða yfir landamæri, mismunandi þjóðareðli og ólík tungu-
mál. Nú hefir hún leikið sitt hlutverk til enda og verður
ekki vakin upp aftur til að gegna því. Til pess er hún’ of
tornumin og gæti því aldrei orðið sameign nema tiltölulega
lítils brots af þjóðunum. En andlegar hreyfingar nútímans-
verða að ná til fjöldans.
Esperanto sem alþjóðlegt hjálparmál gæti vel verið leiðin.
út úr þessu öngþveiti. Með því væri öllum þjóðtungum
skapaður jafn réttur; á alþjóðafundum myndu allir geta
notið sín, hvort sem þeir heyrðu til stórveldi eða smá-
þjóð. Bundnir kraftar yrðu leystir úr læðingi. Nú er það'
svo, t. d. í Genf, að hver sá fulltrúi, sem ekki hefir ensku.
eða frönsku að móðurmáli, er lamaður til hálfs eða meira.
vegna ofríkis þessara mála. Um þetta hefir skrifað nýlega
sænskur mentamaður og rithöfundur, Sven Backlund, sem
starfað hefir í Genf undanfarið. Hann segir, að einmitt
þetta sé eitthvert mesta vandamálið, sem Þjóðabandalagið'
hafi nú með höndum, og á því geti það oltið, hvort
Bandalaginu verði lífs og giftu auðið, eða hvort það muni
veslast upp. Og hann bendir á Esperanto sem Iiklega úr-
lausn þessa vandamáls.
Bók Þórbergs er hin prýðilegasta að öllum frágangi. I
henni er nokkuð af myndum, þar á ineðal af dr. Zamenhof
og hinum fræga esperantokennara Andreo Ce. Hún er líka.
injög ódýr eftir stærð; kostar ekki nema sex krónur.
A. H.
Tlwódór Fríðriksson: Hákarlalegur o g-
hákarlamenn. Bókadeild Menningarsjóðs..
Rvík 1933.
Ný bók enn frá hendi Theódórs Friðrikssonar. En í
þetta sinn er það ekki skáldsaga, heldur sannar sögur um
svaðilfarir og strit gamalla sægarpa. Hákarlalegur mega
nú heita úr sögunni, en hér kemur maður, sem sjálfur hefir
verið með í „slarkinu", meðan jiað stóð sem hæst. Það er
höfuð-kostur þessa rits, að höfundur segir frá eigin reynslu
eða frá atburðum og mönnum, sem hann hafði náin kynni af..