Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 154
148
Bækur.
IÐUNN
beztu pjóðsögum. Þarna stígur Jónas gamli á Látrum fram
ljóslifandi, veðurglöggur, vitur og forspár, eins og nokkur's
konar Alfaðir. Gaman er líka að lesa um Hákarla-Jörund í
Hrísey, en um þann merkilega karl mætti vafalaust segja
margt fleira. — Myndir eru i bókinni af heilum tug
Jiessara gömlu víkinga, og gerir það hana stórum eigu-
legri. Einnig eru myndir af nokkrum hákarlaskipum og
ýmsum veiðitækjum.
Á undan förnum öldum hefir alist með þjóðinni heill lióp-
ur manna, sem þrátt fyrir mentunarskort, strit og basl
gátu aldrei látið sér nægja hið líkamlega strit eitt, heldur
bættu þar á ofan andlegu striti. Mörgum þessara manna á
Þjóðin mikið að þakka. Þeir hafa gefið henni verðmæti,
sem betra var að hafa en missa, eða bjargað fjársjóðum
frá glötun. Theódór Friðriksson er einn þessara manna.
Engrar skólamentunar hefir hann notið, ekki einu sinni
undir fermingu. öreigi hefir hann verið alla sína æfi. Enn
f dag verður hann að hrekjast landshorna milli í leit eftir
atvinnu — eftir því að fá að þræla í fiski og slori til þess
að hafa í sig og á. En löngunin til að skapa, til að móta
myndir af lífinu í kring um sig hefir aldrei látið hann í
friði, þrátt fyrir öll vanefni. Ef eitthvert tóm hefir gefist,
hefir hann verið sí-skrifandi og er enn í dag. Fyrir þónna
■ódrepandi vilja og þrautseigu viðleitni hefir hann sama og
■enga umbun hlotið. Væri ekki gaman að geta létt þessum
:gamla sjómanni barninginn nú, þegar aldurinn tekur að
færast yfir hann? Það er hægt. Mörgum peningi af opin-
beru fé hefir verið ver varið en til lítilfjörlegs styrks
banda þessum manni. Theódór myndi ekki verða stórlátur
eða heimtufrekur. Lífið hefir kent honum alt annað. Og
það er búið að drepa svo marga slíka alþýðumenn úr hor
á liðnum öldum, að vel færi á því að sýna nú svolitla við-
leitni til að afplána þær syndir. Á. H.
Land o g lýdur. Drög til íslenzkra
héraðalýsinga. Samið hefir Jón Sigurdsson,
Yztafelli. Bókadeild Menningarsjóðs. Rvík
1933.
1 bók þessari tekur höf. lesandann með sér í ferðalag
umhverfis landið. Er lagt upp úr Selvogi og haldið vestur