Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 155
IÐUNN
Bækur.
149
Reykjanesskaga og ferðinni síðan haldið áfram, þrædd svo
að segja hver vik, farið út á yztu annes og inn til instu
dala, unz hringferðinni er lokið. Lýst er landslagi fyrst
og fremst og landkostum, en einnig nokkuð atvinnuvegum.
og lífsháttum fólksins, er héruðin byggir. Loks er kafli um
öræfi landsins og óbygðir. Myndir eru allmargar í bókinni,
en hefði vitanlega verið þörf á fleirum. Kort vanta, nema
yfir Reykjavík, og munu ekki hafa verið tök á að láta fylgja
kort yfir hvert einstakt hérað, þau, er að gagni mættu koma.
Ég las þessa bók með ánægju og þóttist sækja í hana
mikinn fróðleik. Hygg ég, að svo muni flestum fara, sem
ekki eru því kunnugri landinu. Bókin er vel skrifuð og
beinlinis skemtileg aflestrar. Mér virðist hún hafa mörg
skilyrði til að verða vinsæl alþýðubók. Vísindarit er henni
ekki ætlað að vera, enda skrifuð af alþýðumanni í tóm-
stundum frá búsýslu. Að sjálfsögðu má finna í henni eitt-
hvað af villum, og finst mér það ekki tiltökumál um bók
eins og þessa, enda hægt úr því að bæta, ef hún yrði
gefin út aftur. Ekki rakst ég þó á villur, sem máli skifta,
í lýsingu þess hluta landsins, þar sem ég er kunnugastur.
Má telja víst, að bókin geti orðið að miklum notum bæði
skólanemendum og kennurum, svo og hverjum þeim manni,,
er leitar fræðslu um landið af bókum. Höf. hefir ferðast
um mestan hluta landsins, og má sjá það víða í bókinni,,
að eigin sjón og raun hefir léð frásögn hans líf og lit.
Auðvitað hefir hann þurft að takmarka sig og fara fljótt
yfir sögu til þess að ritið yrði ekki óviðráðanlegt fyrir
stærðar sakir, en þar hlýtur að sýnast sitt hverjum, hvað
taka eigi og hverju sleppa, og væri það mjög ófrjó iðja að
þrátta um slika hluti.
í einu af víðlesnustu tímaritum okkar var nýskeð birtur
mjög ósanngjarn dómur um þessa bók — dómur, sem virt-
ist skrifaður í þeim eina tilgangi að færa alt til verra
vegar. En hið furðulegasta við þenna ritdóm var kannske
það, hve tiltölulega fáa snaga höfundur hans hafði fundið
til að hengja hattinn sinn á. Að sleptum fáeinum réttmæt-
um aðfinslum var ritdómurinn lítið annað en smáskítlegir
og strákslegir útúrsnúningar, þar sem dómarinn gerði sér
hvað mestan mat úr prentvillunum. En af þeim er, því
miður, talsvert í bókinni.