Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Blaðsíða 159
IOUNN
Bækur.
153.'
sem óbein lýsing á horfnum, vestfirzkum aldarhætti. Brugð-
ið er upp myndum af manndómsríku fólki, ekki sízt í:
hversdagslífi og í ýmis konar mannraunum— sumum líkum
þeim, er menn kljást við enn í dag, en öðrum, sem eiga að«
hafa orðið ,fyrir atkvæði ramra hluta' og okkur getur ekki
annað en stokkið bros yfir sökum rýmri skilnings okkar-
aldar. Myndu t. d. sumar reimleikasögurnar ekki stafa af
því, að fyr meir þektu menn ekki fyrirbrigði, er geta gerst:
með fólki, sem hefir miðilshæfileika?
Fegursta sögnin í bókinni er um Jón Jónsson og Gudr
bmnd Vigfússon. Það er saga um fórnfýsi, sem langt verður-
til jafnað.
Ég hefði heldur kosið, að Þ. E. hefði ekki fylgt svo
nákvæmlega frásögn Jakobs, sem hann gerði. Með því að>
klæða ýmsar sögur Jakobs nýjum búningi, hefði skáldið'
getað gert þær stórum meira virði. Er skaði, að Þ. E.
sjálfur skyldi ekki hafa búið sögurnar að fullu til prent-
unar. Sögurnar voru einungis til í blýants-handriti og í.
þeirri gerð, sem þær fengu við fyrstu skrift.
Frú Quðrún, ekkja Þ. E„ hefir gefið Sagnir Jakobs-
gamla út með ágætum, sem aðrar bækur skáldsins. Það*
mikla menningarstarf ætti þjóðin að gjalda frú Guðrúnu.
viðurkenningu fyrir.
Að endingu vil ég leiðrétta nokkrar smávillur í bókinni:
1 formálanum er sagt, að Jakob hafi búið að Uppsölum í
Arnarfirði. En hann bjó að Uppsölum við Vatnsfjörð á.
Barðaströnd, og er það kot nú í eyði. Á bls. 31 stendur:
„Guðmundur í .Litlu-Hlíð fékk verðlaunapening fyrir mann-
björg á Siglunesi." En Guðmundur fékk verðlaunapening-
inn fyrir dugnað í jarðrækt. Hann hóf fyrstur manna jarð-
eplarækt á Barðaströnd, endurvakti áveitugerð o. s. frv..
Á bls. 53 stendur: „ ... fyllir undir snældur fyrir ofan þóft-
ur.“ En þetta ætti að vera svo: „ ... fyllir undir snældur
fyrir nedan þóftur." Snældur eru tréstyttur úr kjöl og upp-
undir þóftur til styrktar við þær. Á bls. 117 er bærinn Rimi
sagður vera í Tálknafjarðarhreppi. En Rimi er í Dalahreppi,
1 Tálknfirðingasögu ýkir sögumaður mjög auð Jóns frá Felli..
Sögurnar: Guðmundur skoli og Saga af Pdli Gunnlaugssgni
kunna eldri Barðstrendingar að ýmsu leyti réttari. Of
langt mál yrði að taka til, hverju munar þar. En. æskilegt