Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Side 163
IÐUNN
Bækur.
157
aetlar sér að yrkja stórkvæði. Kvæði eins og ‘Ari frá fiesi
legg ég fyrir mitt leýti á borð við lélegan rímnaskáldskap.
Ég nefni þetta kvæði af þvi, að ein af loftungum þeim, er
skrifað hafa uin bókina, hóf það til skýja og óskaði því
•á hvers manns varir. Berið þessa rímbarsmíð saman við
smákvæðið Módir (bls. 79) og sjáið inuninn. Hið síðar
nefnda er að vísu ekki veigamikið, en það er laglegt,
innilegt og hlýtt, laust við uppskrúfaða tilgerð. Það er
eitt af því fáa, sem bendir til, að þessum unga manni
muni kannske ekki alls varnað í ljóðagerðinni. Hann mun
sem sé vera ungur að áruin og sennilega ekki átt mikils
úrkostar að mentast og þroska anda sinn og smekk. Það
er honum mikil afsökun, og engan veginn örvona, að hann
Ifunni að sækja sig. Á. H.
Andstœður. Nokkur tækifærisljóð eftir
Svein Hannesson frá Elivogum. Útgefandi:
Hagyrðinga- og kvæðamanna-félag Reykja-
vikur. Rvík 1933.
Fyrir 15 árum heyrði ég Svein í Elivogum fyrst nefndan.
Hann var þá enn ungur, en þó á orði fyrir sínar óvenju-
lega snjöllu skammavísur, sem brátt urðu kunnar um land
alt. Margar vísur heyrði ég þá eftir hann, sem ég hefi hvergi
heyri síðan. En brátt komu nýjar og nýjar visur á gang,
sein flugu um landið eins og eldibrandar.
Og nú er komin út bók eftir Svein, er hann kallar And-
stœður. Nafnið er ágætlega valið og mun auka sölu bókar-
innar. Mér lék, sem fleirum, forvitni á að kynnast kveðskap
hans á ný, læra hinar hnittnu skammavísur og draga að
■mér hið hressandi andrúmsloft, sem jafnan hafði fylgt vísum
hans. En ég varð fyrir vonbrigðum. Hér kemur til dyranna
alt annar Sveinn en ég hafði gert mér vonir um. Það leynir
sér að vísu ekki, að manninum er létt um að ríma og er
alls ekki sneyddur skáldlegum tilþrifum. En hann forðast
ekki hinar troðnu götur, eins og maður hafði gert sér vonir
um. Þar af leiðandi verður honuin síður fyrirgefið það, að
sömu gallanna verður vart í bókinni eins og hjá öðrum
alþýðuskáldum fyr og síðar. Rími, stuðlun og réttri hugsun
■er nokkuð ábótavant, og áherzlugallarnir stinga þarna upp
kollinum, lesandanum til gremju og hugarangurs.