Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1934, Qupperneq 164
158
Bækur.
IÐUNN
Þó Sveinn sé búinn að skipa sér á bekk með betri
alpýðuskáldum okkar, er fjarri því, að hann sé jafn-snjall
og margir höfðu trúað, er heyrt höfðu ýmsar hinar land-
fleygu vísur hans. Alþýðan kann að meta það bezta, og"
vísurnar þjóta mann frá manni landshornanna á milli og
sveipa höfundinn eins konar æfintýraljóma í bláma fjar-
lægðarinnar. En þegar maður fær bókina milli handa og
les hana .spjaldanna milli, kemur í ljós, að hér er á ferð-
inni að eins venjulegt alþýðuskáld, sem við eigum svQ’
mörg af. Og þó Sveinn frá Elivogum sé með þeim betri,
þá er ávinningurinn vafasamur — fyrir utan það, að
Kvæðamannafélag Reykjavíkur kvað hafa greitt honuni.
vel fyrir handritið. Benjamln Sigvaldason.
Gunnar M. Magnúss: Börnin frá Vlðigerdi..
Útgefandi Ólafur P. Stefánsson. Rvík 1933.
Þessi saga er skrifuð fyrir börn og unglinga, en full-
orðnir lesa hana líka sér til sálubótar, svo skemtileg er hún
og vel sögð. Hygg eg, að hún sé í röð hinna beztu slíkra
bóka, er hér hafa verið skrifaðar, enda hlaut hún þegar
svo miklar vinsældir, að hún mun vera því nær uppseld,
ef ekki alveg. Hún byrjar heima í sveitinni og lýsir lífinu
þar eins og það horfir við frá sjónarhæð barnanna. Svo
segir frá því, er tvær fjölskyldur taka sig upp og flytja
til Vesturheims. Er mjög vel sagt frá undirbúningi ferð-
arinnar, burtförinni og sjálfu ferðalaginu yfir hafið. Annars.
eru aðalpersónurnar í sögunni strákar tveir, Stjáni og
Geiri, sem höfundinum hefir tekist að gera bráðlifandi. Þeir
eru algerar andstæður — annar laus í rásinni, en mikill á
lofti, fullur af alls konar uppátækjum, gorti og strákapörum,.
hinn hægari og hversdagslegri, en öllu þyngri á bárunni,.
staðfastari og meira mannsefni. Ósjálfrátt minna þeir mig
á þá félaga Ágúst og Edvard í Flökkurum Hamsuns, án
þess að ég ætli að jafna þessum bókum saman að öðru
leyti. Er gaman að lesa um viðskifti strákanna frá Víði-
gerði og hvernig þeir, hvor um sig, snúast við hinu nýja og
óþekta, sem mætir þeim.
Gunnar M. Magnúss gaf út smásagnasafn árið 1928
(Fiðrildi), sem var að ýmsu leyti athyglisvert. Seinna
kom frá hans hendi bamabók, önnur en þessi (Brekkur,.