Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 2
2
anskildum 2 köflum henni tilheyrandi, er áður hafa birzt í Hlín).
En þótt einstök atriði hennar séu nú ýmsum kunnari en fyrir
2 árum af því sem um málefni þetta hefir verið skrifað síðan,
þá vonast ég samt eftir að hún reynist bændum nauðsynieg og
handhæg leiðbeining við mjólkur-meðhöndlun og smérgerð á
heimilum, eins og nú stendur á, ef þeir vilja reyna að færa sér
hana réttilega f nyt.
Að miklu leyti er ritgerð þessi frumsamin, en er þó aðallega
sniðin (og að nokkru leyti þýdd) eftir sams konar ritgerð eða
ritlingi, sem gefinn var út affManitobastjórninni árið 1897 til leið-
beiningar fyrir bændur þar vestra, og saminn var af yfirumsjón-
armanni mjóikur-vinnustofnana fylkisins. Auk þessa áminsta
ritlings, er nefnist: „Home Butter Making,“ by C. C. Mac Don-
ald, Daiky superintendent, Winnifeg, Man. 1897, Þá hefi eg
stuðst við þau önnnr rit, er hér segir: „Farmers Dairy Hand-
book,“ by K. A. Lister & Co. Ldt. Winnipeg, Man. 1900, „The
Datry“ vol. XI. London, England, 1899. Og „The Daiiiy Man,“
London, England 1899.
í trausti þess að þér lesið þessa ritgerð oft og vandlega, og
færið yður í nyt gildi hennar á állan hátt, sem bezt má verða,
sjálfum yður til bagsbóta, þá er eg með vinsemd yðar einlægur.
Rvík «/fl 1902. '
S. B. Jónsson.
I. Mjólk og áliöld.
1. Samsetnina mjólkur.
Syrstu skilyrðin fyrir því að geta búið til gott og
útgengilegt smér, — nœrst nákvæmu hreinlœti i
ölium greinum, — er það að þekkja eðlisástand
hins óunna efnis, sem maður hefur meðferðis, sem er ný-
mjólkin. Og næsta skilyrðið er að kunna rétta aðferö
við meðferð þess efnis frá upphafi til enda.
Eg skal nú leitast við að útlista svo vei sem eg
get í stuttu máli nokkur hin mest verðu atriði hér
að lútandi, í því trausti að það megi leiða til betri