Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 72
72
leiðslusiörfunum er minni gaumur gefinn, en við
á. — Búnaður, í þeim stýl sem borgar sig, og Iðnaður,
eru að sönnu veglegar hugmyndir sem tilheyra útlönd-
um þar sem alt af er sól og sumar, en sem eru nálega
óframkvæmanlegar, á þessu aumingja, kalda, fámenna
landi. Þessu lík er hugsunin,. alt of alment, og af þvi
ráðast fáir í nokkur veruleg fyrirtæki af því tagi, en
sem komið er. — Það er ekki af fátækt, sízt nema að
litlu leyti, heldur af hugsunarieysi, þekkingarleysi og
klaufaskap, og svo af otrúnni á að slíkt geti borgað
sig liér.
Eg skal já,ta, að þetta er nú að breytast til batn-
aðar, en það á þó ákaflega Jangt í land enn.
í nánd við Rvík eru Laugarnar, er það sam-
eiginleg þvottastöð fyrir alla borgarbúa; Þar sem vana-
lega eru tugir kvenna við vinnu nótt og dag, vetur og
sumar. Þangað liggur nú góður akvegur úr borginni,
og svo eru nú 2 rúmgóðir þvöttaskálar við Laugarnar.
Fyrir 15 árum var þar ekkert skýli, né heldur lá þang-
að þá nokkur upphleyptur vegur. — Þetta, og alt annað
sem hér hefir verið gert-til gagns og framfara, sem í
sjálfu sór er ekki svo mjög lítið, þótt það þyki lítið, og
sé auðvitað alt of lítið, — er þó að eins 10 — 15 ára
verk þeirra manna, sem nú Jifa enn flestir. Hve hátíð-
lega vitnar það ekki um hve mikið hér má gera, auk
þess að hafa að óta, og hve mekið þarft muhi’hér verða
unnið næstu 15 sinnum 15 árin.
Það/ að veita Laugunum inn til borgarinnar, til
þess að spara þann árlega afarkostnað sem fiutningn-
um til þeirra og frá þeim or samfara; væri að mínu á-
liti mjög nauðsynlegt, ef það gæti tekist án þess að
vatnið kólnaði við það mjög mikið. Urn það geta menn
auðvitað efast, eins og alt annað óreynt, en fyrir mitt