Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 71
71
Verzlun er hér allmikil eins og nærri má geta,
og er hún því leyti mjög góð að verð á aðfiuttum
vörum frá útl. er hér oftast nær tiltölulega mjög lágt,
því hér er mesti sægur af kaupmönnum og umboðsmönn-
um, pöntunarfélögum og kaupfélögum, sem alt keppir að
sama takmarkinu í einni þvögu, en í allra mesta bróðerni.
„Búðunum" fjölgar hér mjög mikið, eu eg verðnaumast var
við að nokkur þessara sífjölgandi verzlunarstofnana „fari á
höfuðið" sem kallað er, og er það, eins gleðiiegt og það er
óeðlilegt, að því er mér virðist. — Að sönnu getur verið
að sumar þeirra fari, ef ekki á höfuðið, þá á hinn end-
ann, þótt lítið beri á því. — Vörudeiiing er fremur litil
í verzlun hér, og er það skaðlegt. Hér keppa flestir
um að hafa sem flestar tegundir á boðstólum, hversu
lítil og óveruleg sem verzlunin er, af því leiðir eðlilega,
að innkaupin verða lakari, eiukum þegar höfuðstóllinn
er Ijtill; engin ein slíkra verzlana hefir nokkurt aðdrátt-
ar-afl, þegar auglýsingarnar eru frádregnar, fyrir neina
aðra ástæðu en lágt verð, því að flest, sem annars er
hér til, fæst alstaðar, og svo keppa allir um að selja
odýrast, nm fram alt odýrt, en það leiðir aftur til
þess, að kaupmenn reyna um fram alt að kaupa ódýrt
—;,en það er varasöm stefna. —
Það er meðal annars eftirtektarvert, hve fólk hér í
Reykjavík, sem annarstaðar á þessu landi, keppir um
verzlunarstörf, skrifstörf o. þ. h., fremur en önnur störf.
Það er alveg eins og menn séu sannfærðir um að þess
háttar störf séu arðvænlegri eða heilnæmari eða virðu-
legri,, en öll önnur störf — að „embættisstöifunum und-
anskildum auðvitað", sem virðist að vera hið eftirsókn-
arverðasfa lífsins hnoss, sem kostur er á á þessu landi,
að flestra áliti. — En slíkt er mikill misskilningur, sem
jafnframt leiðir til þess, að atvinnuregunum, fram-