Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 52
Þegar birta tók.
Niðurlag. III-
WM* því er konungur hafði náð völdum, hafði al-
drei verið jafnmikið fjör í Hvítuhöil sem nú.
í höllinni var urmull af herrum og hefðarkonum,
sem að eins hugsuðu um ástir og pretti, nautnir alls
konar og að geðjast konungi, sem var sú sól, er allir
snerust um.
Karl II. samdi sig og hirð sína að sið Frakka og
hefðarmenn Engla tóku með opnum örmum móti allri
þeirri nautn og léttúð, sem samfara voru hirðinni.
Fám dögum eftir að ráðist hafði verið á Dryden,
var mikill ys við hirðina, því að konunglegur hraðboði,
hafði nokkrum tímum áður skýrt frá sigri Jóhanns
Sobieskis yfir Tyrkjum við múra Vínarborgar.
' Konungurinn sjálfur, var sokkinn svo niður í sam-
ræðu við greifann af Donby, að hann tók lengi ekki
eftir manni, sem beið hjá honum.
Loks leit hann upp, „Sjáum við til, bvað er það,
sem veldur því, að vort nafnfræga skáld er komið aftur
til Hvítuhallar? Komið þér nær kæri Dryden. Þér
hafið gert yður nokkuð kostbæran um nokkra stund.
Skjöl þau, er þér hafið í hendi yðar, eiga ef til vill að
réttlæta yður. Skjátlast mér ef eg get til að það sé
kvæði? Fáið mér, vór skuium meta verðleika yðar.“
„Yðar hátign dæmir mig mikils til of milt, eg er
ekki komin með ljóð heldur með bón, sem eg ætlaði að
bera upp við yðar hátygn."