Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 5
5
sem kallað er skilvinda, (Separatór). Merkasti hluti
þessarar vélar er mjólkur-kúpan (The Cylinder), sem
snýst ákaflega hratt. en við það myndast eða framleið-
ist miðflóttaafl, sem dregur þyngri efni mjólkurinnar
út á við að hliðum kúpunnar, sem þá veitir mótstöðu.
En við þann þrýsting, sem er ákaflega mikill, hrindist
léttari hlutinn eða fituagnirnar inn á við að miðdepl-
inum, er síðan leitar upp á við jafnt og stöðugt, einnig
vegna innrennslisins. Hið stöðuga innstreymi mjólkur-
innar, orsakar því að sjálfsögðu stööugt útstreymi rjóm-
ans við miðdepilinn, og undanrenningarinnar við hliðar
Kúpunnar jafnframt.
Hin fullkomnasta aðferð við að ná rjóma úr mjólk,
er þá sú, að gera það með skilvindu, því að hún nær
nálega öllum rjómanum úr mjólkinni, og í öllum tilfell-
um meiru af rjóma eða fitu en mögulegt er, með nokk-
uri annari aðferð, sem nú þekkist, til að ná rjóma úr
mjólk; nema að því ver sé á haldið.
Eftirfylgjandi tafla sýnir samanburð hinna mismun-
andi, nú tíðkanlegra aðferða við að ná rjóma úr mjólk,
og sýnir hún eindregið yfirburði rjóma-skilvindunnar:
Kúamjölk: Skilvinda. Könnur. Bakkar.
Fita í nýmjólk, af 100 3,67 3,67 3,67
— í undanrenn. af 100 . . . . 0.08 0,52 0,48
— í áum af 100 0,18 0,24 0,22
— ekki náð af 100 2,29 12,05 11,63
Pund af sméri úr 100 ® feiti . 113,52 104,77 105,57
Pund mjólkur til 1 7T smérs . . 24,06 26,11 25,89
Hlutföll . 108,52 100,00 100,85
Þetta er reynsla hygð á nákvæmum tilraunum
er gerðar hafa verið í heilt ár við fyrirmyndarbúið í
Ottawa.