Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 82
82
Ástralía er lítt vogsko'in og eru þar því hafnleye-
ur miklar, upplöndin eru inest megnis eyðimerkur ein-
ar, ófrjósamar, en strandlendið er víða frjósamt og þar
hafa innfiytjendur flestir tekið sér bólfestu.
Dýraríkið og jurtaríkið er mjög ófjölskrúðugt. í
frumskógunum er naumast svo mikið af ávöxtum og
villidýrum, að hinir innboruu menn, svertingjarnir, geti
haft af því lífs-uppeldi sitt. í þeim héruðum, þar sem
raki er nógur, eru jurtir allar mjög stórvaxnar og hin
stærstu tré þar, hinir svo nefndu Evkalyptar, eru meðal
hinna stærstu trjáa jarðarinnar og verða oft um 240 fet
á hæð og 78 fet að þvermáli.
Innlend spepdýr eru mjög fá og ómerkileg; hin
helztu spendýr eru hin svo nefndu pokadýr, af þeim eru
til nokkrar tegundir þar; rándýr eru engin til. Aftur á
móti eru fuglar þar mjög margbreyttir og skrautlegir.
Allstaðar, þar sem Norðurálfumenn hafa sezt að,
hafa þeir eytt hinum innlendu nytlausu dýrum, en flutt
aftur inn með sér hross, nautgripi og sauðfénað; í fljót-
in hafa þeir sett silung og lax; í skógana hafa þeir lát-
ið þresti og lævirkja; þeir hafa yfir höfuð breytt land-
inu og útliti þess mjög til hins betra frá því, er áður
var, svo að nú sjást víða, þar sem Norðurálfumenn
byggja, varla merki um, hvernig landinu hefir verið
háttað áður en Norðurálfubúar settust þar að, svo mjög
hafa þeir eytt skógum og útrýmt innlendum dýrum.
Eftir það, að Cook hafði lýst því yfir að Nýja-Holland
væri eign Bretlands, liðu næstum 20 ár áður Bretar
hugsuðu um landnám í Ástralíu. En þörfin, móðir allra
framkvæmda, neyddi samt stjórnina til þess að gefa
landinu meiri gaum en hingað til hafði átt sér stað.
Svo stóð á um þessar mundir, að nýlendur Breta í
Norður-Ameríkn höfðu leyst sig undan yfirráðum þeirra