Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 3
3
smérverJmnar og meiri smérframleiðdu hér á landi, en
verið hefir hingað til.
Nýmjólk er þunnur fitu-vökvi, er samanstendur af
éggjahvítukendum efnum, mjólkursykri og málmefnum,
uppleystum í vatni. í stækkunargleri sýnist hún
hreinn vökvi, sem óteljandi grúi af örsmáum fitu-ögn-
um flýtur í, er sýnist að meira eða minna leyti í
hópum. Þessár agnir eru talsvert mismunandi að
stærð, þær minnstu eru ekki Vio>ooo úr þuml. að þver-
máli, en þær, sem stærstar eru, um V2000 úr þuml. í
kúamjolk eru þessar agnir vanalega l/50oo úr þuml. í
þvermál að meðaltali. Ef þessum fitu-ögnum væri rað-
að saman hverri við hliðina á annari, svo að þær að
eins 'snertu hver aðra, þá gerðu 25 af þeim vegalengd,
sem samsvaraði þykt á meðal-skrifpappír. Stærð þess-
ara fitu-agna er nokkuð mismunandi hjá hinum ýmsu
kúm og hjá hinum ýmsu kúa kynum; hjá sumum eru
þær misstórar, hjá öðrum jafnstórar. Fjöldi fitu-agnanna
er mjög mismunandi í sama mæli af mjólk eftir stærð
þeirra og fltumagni mjólkurinnar. þessar íitu-agnir mynda
rjómann. —
Sú mjólk, er inniheldur stórar fitu-agnir sezt betur
og fljótar, en sú sem hefir smáar fitu-agnir. Að agn-
irnar séu jafnar að stærð, og helzt sem stærstar, er
æskilegast, vegna þess að agnir á sömu stærð þurfa
jafn langan tíma hver ein til að komast upp á yflrbörð
mjólkurinnar, og'stóru agnirnar komast fyr upp en þær
smáu. Þetta hefir ætíð mikla þýðingu, en sérstaklega
er þetta þýðingarmikið atriði, þegar mjólkin er látin
setjast í trogum eða bökkum, eins og víðast hefir tíðk-
ast hingað til; en undir öllum kringumstæðum nær
skilvindan betur rjómanum úr hvaða mjólk sem er, en
auðið er að gera það á annan hátt.