Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 10
10
Itluta vatns með 49 stiga hita á G. (120 gr. á Far.), eða
svo, alt eltir því, hve mikið mjólkin heíir kólnað. — En
það vatn má helzt ekki vera heitara en 49 st. á C. —
Það sem ekki gufar upp af: þessu vatni við meðhöndlun-
ina, má auðveldlega aðskilja frá mjólkinni með því að
hita hana upp eða sjóða á eftir, og gufar vatnið þá
burtu. En það, að nota vatn í stað mjólkur til upphit-
unar á þennan hátt, hefir tvo mikilsverða kosti í för með
sér, það bæði hitar mjólkina og gerir hana þynnri,
sem hvorttveggja eru nauðsynleg skilyrði fyrir því, að
geta náð vel smérinu úr henni. En einkanlega er þetta
þó áríðandi þegar um sauðamjólk er að ræða, sem vana-
lega er svo miklu þykkri en kúamjólk, einkum seinni-
part sumars, og þar til og með vanalega orðin talsvert
köld, þegar búið er að mjólka í kvíunum, og er þar af
leiðandi alveg sjálfsagt, að meira þarí af heita vátninu
tiltölulega til upphitunar sauðamjólk heldur en kúamjólk,
þar sem sauðamjólkin er bæði kaldari og fitumeiri og því
þykkri en kúamjólk.
Til þess að fá góðan árangur, þarf mjólkin að
vera' ,32— 35 gr. heit á C. (90—95 gr. á Far.), þegar
hún er aðskilin í vélinni. En undir engum kringum-
stæðum má hún vera kaldari en 25 gr. á C. (77gráFar.)
ef ekki á að tapast talsvert smér. En svo má bæta
nokkuð úr því, ef mjólkin er of köld, með því að minka
innrensli mjólkurinnar í vélina (skilvinduna) en við það
verður verkið seinlegra. En samkvæmt margítrekuð-
um verklegum tilraunum, sem gerðar hafa verið nýlega
á landbúnaðarháskólanum í Ontarío í Canada, þá er
bezt að aðskilja mjólkina með 39—40 gr. hita á C. eða
þar yfir, (100 gr. á Far.), vegna þess að það bæði nær
meira sméri úr mjólkinni, og flýtir verkinu jafnframt,