Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 50
50
Ef að vér reyndum að hafa opin augun fyrir ailri
þeirri fegurð, sem v.ér sjáum daglega, hvar sem vér
lítujn, er áreiðanlegt að oss ykist hugnr að auðga hana
að einhverju ieyti.
Séum vér búnir að ala. augað þannig upp, að það
hafi yndi af hinufagra, þá gerðum vér oss meira far um
að prýða það sem næst pss. er.
Vér mundum þá hafa hreinleg og smekkleg húsa-
kynni eftir föngum. Augað og tilfinningin mundi heimta
annað en sódaskapinn og ringulreiðina, sem oft er ríkj-
andi í híbýlum manna. Klæðnað vorn mundum vér
vanda, og forðast að líta út eins og hræður í varphólma.
Þá mundum vér rækta þlómin í giuggum vorum
til þess að verða aðnjótandi ilmsins, litarins og þrosk-
ans. Kringum bústaði vora mundum vér hafa snoturt.
svo að alstaðar mætti auganu eitthvað þægilegt og hress-
andi. Hið gagnstæða gætum vér og vildum ekki þola.
Ósamkvæmnin í smáu og stóru, vanhyrðan og mol-
búahátturinn mundi algerlega hneixla oss.
'Og þá mundi jafnframt þessu koma þráin eftir því
að hafa alt vingjarnlegt og fagurt hið inhra; þráin eftir
þvi að hafa anda vorn auðugan hreinan og frjálsan, svo
að samræmið héldist. í hendur líkamlega og andlega.
En hversu víða á það sér ekki stað, að einn og annar
gleymir því, að vera hugsandi maður; en leiðist ósjálf-
rátt til þess að líkjast dýrunum.
Allir ættu þó að kannast við, hvað það er ósam-
boðið guðsmyndinni, sem vér höfum í oss fólgna. Tak-
mark vort er eilíf fullkomnun. Skilyrðin til að ná því
eru: sönn trú, sterkur vilja-kraftur og sífeld framleitun.
Séu þessi skiiyrði fyrir höndum, næst fullkomnunar
takmarkið fyr og örðugleikarnir hverfa eins og þoku-
slæður fyrir vindi.