Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 18
18
af rjómanum, kom það i ljós, að rjóminn úr meira
hituðn mjólkinni, strokkaðist til fulls á nokkuð styttri
tíma en hinn helmingurinn, og tapaðist þó minni fita i
áirnar, sem svaraði til 13 á móti 19. Að hituninni
undanskilinni, voru báðir helmingarnir meðhöndlaðir að
öllu leyti eins.
2. Að ísýra rjómanu.
Þegar búið er að safna hæfllega miklu af rjóma til
að strokka í einu, þá skal hita hann upp í 15 — 21 gr.
á 0. (60 — 70 gr. F.) — með heitu vatni í ytra íláti,
er ekki sé heitara en 50 gr. á C. — alt eftir því hve
heitt er þar sem hann er geymdur. Sé lofthitinn í hús-
inu stöðugt um 60 gr. á Far. eða 15 gr. á C., þá er
nóg að hita rjómann upp í það hitastig, n.l. 15 gr. á
C. En ef búast má við að lofthitinn sé eða verði rninni
en það, meðan á sýringunni stendur, þá skal hitarjóm-
ann að því skapi meira sem loftið er kaldara, alt að21
gr. á C. Sé rjóminn ósúr, þegar hann er hitaður til
sýringar, þá skal iáta í hann 5°/0 af rjómasýru, (þ. e. 5
pund af sýru i 100 pund af rjóma). Til þess að rjóm-
inn súrni allur jafnt, þarf að hræra í honum með gætni
við og við meðan hann er að súrna, er til þess höfð
sérstök kvísl. Tólf klukkustundir eiga að nægja til að
sýra rjóma hæfllega mikið til strokkunar. Ekki má
rjóminn vera of gamall, þá er mikið betra að strokka
oftar og lítið í einu, því að hætt er við, það spilli bragði
smérsins, ef að rjóminn er gamall.
Til þess að aUur rjóminn strokkist jafnt, þarf hann
allur að vera jafn-súr. Seinustu 12 klukkustundirnar
sem verið er að sýra rjómann til strokkunar, má ekki
blanda saman við hann neinum ósúrum rjóma Hæfi-