Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 13
13
möguleg ráð til þess að vera án þess að eignast þau
sem allra fyrst, ef hann annars hefir nokkura þörf fyrir
þau. Hin helztu af þeim áhöldum eru þessi: 1. Skil-
vinda, sú bezta og umfram allt sú endingarbezta sem
hægt er að fá; 2. hitamælir', það er eitthvert minsta og
ódýrasta áhaldið, en þó jafnframt eitt hið allra nauð-
synlegasta, sem enginn, sem býr til smér, má nokkurn
dag án vera, en jafnframt er það líka áríðandi að hita-
mælirinn sé alveg réttur. Það munar ekki mestu, hvort
hann kostar nokkurum aurum meira eða minna, en hitt
munar mestu að hann sé alveg réttur. Vanrækið aid-
rei að viðhafa hitamælinn í öllum þeirn tilfellum,
sem hér er gert ráð fyrir, því að án hans er ómögulegt
að búa til vandað smér. Slumpið aldrei til um hitann,
heldur verið alveg vissir um, að hann sé mátulegur. —
Reiðið yður aldrei á, að fingurinn sé nógu nákvæmur
hitamælir. 3. áhaldið er Jcunna til að sýra rjómann í;
hún þarf að vera tvöföld, 1—2 þuml. bil á milli ytri og
innri byrðingsins. Tvöfalt lok þarf að vera, (annað á
innri könnunni og hitt á þeirri ytri). Að kannan sé
þannig útbúin, er nauðsynlegt til þess að geta ráðið
við hitastig rjómans við að sýra hann. Slík kanna, sem
og flest mjólkuráhöld, þarí að vera gerð úr þykku
■vel „fortinuðu" plötu-járni. Fjórða áhaldið er stroJckur
og ætti hann að vera með sveif. Hann má ekki vera
minni en svo, að í honum megi strokka rjómann úr
allri málsmjólkinni í einu, þegar hún er mest. Og
skilvindan má helzt ekki vera minni en það, að í
henni megi aðskiija aila málsmjólkina á einum klukku-
tíma, þegar hún er mest. 5. áhaldið er smérhnoðunar-
horð, eða vél. 6. er slétt ferhyrnt smérmót, er taki 1
pund af sméri. 7. er nákvæm vigt, eða vogaskál. Enn-
fremur þarf góðan mnbúðapappír, svo og fitumœli, sýru-