Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 63
63
■við grösuga geirana og hliðarnar og nesin og grundirn-
ar, sundin og eyarnar.
í borg þessari, sem nú telur um 7000 íbúa, er, eins
og nærrí má geta, alimikið af reysulegum og laglegum
húsum. En á gerð og niðurskipun húsa hér, eru þó
ýmsir annmarkar, Að stílnum tfl, eru flest hús hér fremur
smekklítil, tilbreytingalítil og skrautlítil, er ef til vill
stafar meira af vana- og sparnaðarviðleitni en af andleysi
smiðanna; — þó ber núiseínustu tíð töluvert á umbót-
um í þessu efni. Húsabygging er hér fremur kostbær,
og líka talsvert kostbærari en hún þyrfti að vera, þrátt,
fyrir sparnaðarviðleitnina, sem leiðir af því meðal ann-
ars, að óhentuglega og ónáuðsynlega miklu er haugað
af sverum trjám í griiíðurnar, og svo er alt smíði liér
sem til húsabygginga hfeyrir, (einkanlega „bekkvinna" öll)
sem og alt trésmiði yflrleitt, afarseinlegt og dýi-t; af því
að alt er unnið í höndunum hér, af því tagi, upp á
gamla móðinn, en ekki með véium að neinu leyti.
Hér rembast flestir sem byggja, við það, að byggja'
sem stærst að þeir geta, til þsss að geta leigt öðrum
sem mest húsrúm með sér. — Því þó kostbært sé hér
að byggja, þá er þó enn kostbærara að borga húsaleigu
vanalega, því hér er altaf' húsaskortur, hversu mikið
sem viðbætist af nýum húsum árlega, svo mikil og stöðug
er fjölgun fólksins hér í borginni. Það er auk heldur,
ekki neitt sérlega fátýtt, að menn byggi hér, eða kaupi
hús, og ióðir, til þess að „spekulerai'- með, og eru þær
eignir stundum seldar (oft eftir htinn tíma) með óhemju-
legri framfæszlu, hvað eftir annan. — Þetta, að kapp-
kosta að byggja stórt, stærra en maður þarí tii eigin-
nota, er auðvitað „praktiskt" að einu leyti: teningsfetið
í stóra húsinu verður nokkuð ódýrara en i því litla, að
öðru jöfnu, og því arðvænlegra að byggja stórt en lítið,