Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 45
45
Ein þessara tignarlegu og stórfenglegu sjóna, seni
vér höfum, er kveldhimininn hér á Jslandi. Já, í öll-
um löndum er það fagurt og tígulegt að sjá hið
dimmbláa himinhvolf breiðast út yfir landið, huggandi
og friðandi eins og verndarvæng, sem hlífa eigi þjöð og
einstaklingi á hinum ískyggilega tíma næturinnar.
Himinhvoifið virðist oss þá vera jafnvel fremur en
endranær, eins og það er, svo regin-stórt og ómælan-
legt, svo dularfult, en um leið svo speglandi fagurt og
guðdómlega töfrandi, að vér verðum að bera lotningu
fyrir sjóninni.
Stjörnurnar tindra í hundraða og þúsunda tali í
hinni óendanlegu fjarlægð. Þær' sénda sólarljósgeisiana
til vor jarðarbúa með þessum indæia litbrigðafjölleik,
að augun næstum vanmegnast af dýrðinni.
Og vér vitum að sumt af þeim eru geysimiklir jarð-
líkamir, er hver gengur óskeikult sína vissu braut. Og
allur þessi aragrúi stjarna, sem vér sjáum, hefir sitt
e'ilífa jafnvægi og sitt óskeikula og vissa skeið. Þær
máske geymi eða beri þúsundir eða miljónir manna eða
sálna, sem vér getum ekki gert oss grein fyrir, hvaða
lífsskilyrði og lifnaðarhætti hafa.
En það eitt vitum vér, að vér skiijum iítt hið ei-
lífa iögmál, sem tilveran er háð, en lútum með aðdáun
og lotningu „guðdómsins geisla-valdi."
Allir ættum vér einnig að geta gert oss Ijósa og
indæla hugmynd af hugnæmri og fagurri vormorgun-
stund, þegar alt er að vakna til lífsins og fagna yfir
kveðju næturinnar, þegar hún hneigir höfuð sitt og
hverfur.
Munið þér ekki allir eftir því, hvernig ljösgeisla-vönd-
urinn frá sólunni klýfur loftið og slær purpurarauðum
bjarma á fjallahnúkana. Fjallahnúka, sem vér máske