Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 61
Höfuðborgin.
SEYKJA VÍK, höfuðborg íslands er ef til vill
minsta höfuðborgin í heimi þessum,' og hún er
hka að ýmsu öðru leyti talsvert einkennileg. Hún er
nú á tímum líklega framfaramesta höfuðborgin tiltölu-
lega við fólksfjölda, að því er áriega mannfjöigun og húsa-
fjölgun snertir; en í flestum öðrum greinum, er hér
framkvæmt fremur lítið enn þá, sem til framfara geti
talist.
Reykjavíkurborg liggur á norðausturetrönd Sel-
tjarnarness innarlega. Hún iiggur aðallega í svolitlum
dal (eða laut) sem liggur til suðurs frá sjáfarströndinni,
og á tveimur, stórum, bunguvöxtnum holtum eða hæðum
beggja megin dalsins. í miðjum þessum dal, svo sem
100 — 200 faðma frá sjónum, er tjörnin, og rennur úr
henni lækur meðfram austurhlíðinni til sjáfar. Yöxtur
borgarinnar gengur að mestu leyti í lengdina meðfram
sjónum, en tiltölulega iitið í breiddina, og er það óhent-
ugt, er orsakast að nokkru leyti af því, að ekki liggur
inn í borgina nema einn aðalvegur utan af landinu
(Laugavegurinn),
Á há hæðunum beggja megin dalsins, er Skólavarðan
að austan og Katólska kirkjan að vestan. Þaðan er út-
útsýnið mjög frjálst og dýrðlega fagurt þegar gott er
veður, — en þó er það ef tii vill enn fegurra frá skóla-
vörðunni en af vestari hæðinni, — þaðan sér maður ofan
og út yfir alla borgina, og höfnina sem oftast er þakin