Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 75
75
nú, - að landbúnaðinum meðtöldum. — En þess verð-
ur að gæta, ef vel á að fara, að kröfur fiskimanna, til
hárra, vissra mánaðarlauna auk fæðis o.s.frv. hvernig sem
gengur, geta gengið svo langt, ::ð útgerðin borgi sig
ekki, og einstakir menn tapi bæði stórfé, og um leið
áræði til að halda útgerðinni áfram, ef fiskileysis-ár
kæmu fyrir, eða ef fiskurinn félii i verði til muna á út-
lenda markaðnum, - og væri það of 'illa farið. Til þess
að fyrirbyggja þessa hættu, að svo miklu ieyti sem auð-
ið er, þá væri nauðsynlegt að fiskimenn, væru annað-
hvort meðeigendur í skipunum og útgérðirini, upp á
tiltöluleg skifti aflans, eða þá að þeir hefðu vissan, ríf-
legan hlut aflans í kaup, auk fæðis; í staðinn fyrir hið
fasta mánaðarkaup. Bæði er það fyrirkomulag eðlileg-
ast og réttlátast, auk þess sem það tryggir flskimönnum
mikið ríflegri hlut af ágóðanum þegar vel gengur, en ánn-
ars; og svo er það svo þýðingarmikið atriði, til þess að
ti'Yggja framtíð landsins, og framtíð Reykjavíkur, að svo
mikiu leyti sem hún hvílir á sjáfaraflanum.
Að þessu sinni, hefi eg svo ekki meira að segja
um Reykjavík, en fæ máske síðar tilefni til áð segja
eitthvað fleira.
S. B. Jónsson.